Showing posts with label efnismarkaðssetning. Show all posts
Showing posts with label efnismarkaðssetning. Show all posts

Frábær sumarlestur eða hlustun!

Það er komið sumar og eins og við vitum róast allt á klakanum á þessum árstíma. Ég ætla þess vegna að taka mér gott (og að ég tel verðskuldað ;)  hlé frá bloggskrifum og tölvupóstsendingum fram í ágúst. Hinsvegar ætla ég ekki að skilja þig eftir í lausu lofti ef þig skyldi þyrsta í meiri markaðsþekkingu svo ég tók saman lista yfir nokkur af uppáhalds markaðsbloggunum mínum og hlaðvörpum (e. podcast). Ég sjálf eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska hlaðvörp. Það er svo yndislega þægilegt að geta lært og fengið markaðsfræðin beint í æð á meðan ég er að gera eitthvað annað eins og að keyra Reykjanesbrautina, fara í labbitúr, vinna í garðinum eða bara hvað sem er annað þar sem eyrun og heilabúið er laust þó að kroppurinn sé að vinna ;)           En það er líka voða notalegt að liggja í sólinni úti á palli eða á ströndinni og lesa - ja eða kúra uppi í sófa í rigningunni með spjaldtölvuna ;)

Ég er áskrifandi að hátt í 200 bloggum, ótöldum póstlistum og hátt í 20 hlaðvörpum, en það eru bara örfá sem ég passa að missa ekki af, sem fá að fara inn í innboxið hjá mér og ég tjékka á reglulega.

Það eru fá sem fjalla um markaðsstefnumótun, og þau sem gera það eru almennt ekki mjög aðgengileg nema fyrir sérfræðinga. Ég hef þess vegna ekki sett nein þeirra hérna inn, nema kannski SocialTriggers sem kemur mögulega stundum inn á slíka hluti. Hinsvegar hef ég sett inn efni sem gerir mér kleift að fylgjast með þróuninni í hinum hraða og síbreytilega heimi markaðssetningar á netinu, ekki síst samfélagsmiðla og efnismarkaðssetningar.

Hér er listi yfir topp 11 staðina þar sem ég sanka að mér markaðsþekkingu dags daglega:


Derek Halpern með Social Triggers er snillingur í markaðssetningu og fjallar mestmegnis um sálfræðina á bak við markaðssetningu á netinu. Hlaðvarpið hans er alltaf það fyrsta sem ég hlusta á áður en ég tjékka á nokkrum öðrum þar sem hann er alltaf með frábæra gesti úr fræðaheiminum og viðskiptalífinu.

Neil Patel með Quicksprout bloggið er snilli í öllu sem viðkemur markaðssetningu á netinu og það kemur ekki einn einasti blogg póstur frá honum sem er ekki stútfullur af gagnlegum upplýsingum. Ef eitthvað er þá fær maður of mikið af upplýsingum - en maður getur alltaf treyst því að þær séu pottþéttar.

Amy Porterfield er Facebook gúrúinn minn svo ég fylgist vel með henni í tengslum við þau mál. Hún er bæði með blogg og hlaðvarp og fær oft til sín góða gesti. Í gegnum tíðina hefur maður skráð sig á ótal frí vefnámskeið hjá hinum og þessum og oft séð eftir tímanum - en það hefur aldrei gerst með Amy. Hún klikkar ekki ;)

HubSpot er óþrjótandi hafsjór af fróðleik og þekkingu í kringum "inbound marketing", þ.e. markaðssetningu sem dregur að - sem er akkúrat sú markaðssetning sem ég vil stunda og hvet mína viðskiptavini til að stunda. Bloggið er flott og safnið þeirra af ýmsum fróðleik og gögnum varðandi markaðssetningu ekki síðra.

Digiday er vefmiðill helgaður vefmiðlun, markaðssetningu og auglýsingum og þar eru oft alveg hrikalega flottar greinar. Vel þennan miðil fram yfir marga aðra vel þekkta á markaðnum.

SocialMouths er bloggið hjá Francisco Rosales, blöndu af Ítala og Guatemalabúa sem býr í LA. Hann fjallar um blogg, samfélagsmiðla, efnismarkaðssetningu, markaðssetningu í gegnum tölvupóstlistann og "conversion" - þ.e. að ná viðskiptunum. Það er alltaf djúsí "stuff" í því sem hann sendir frá sér.

KISSmetrics er greiningartól fyrir netmarkaðssetningu og þeir halda út mjög góðu bloggi um greiningar, markaðsmál og prófanir. Oft mjög góðar greinar þarna og gagnlegar.

Social Media Examiner er mjög þekkt samfélagsmiðlablogg og þarna er hafsjór af upplýsingum og efni. Þú verður ekki svikinn. Þeir eru líka með hlaðvarp.

Fyrir þá sem vilja kafa meira í efnismarkaðssetningu:


Buffer bloggið er frá Buffer appinu sem er samfélagsmiðlastjórnborð. Þeir blogga um samfélagsmiðla og tengt efni og þarna eru oft mjög góðir póstar.

Copyblogger eru gamlir refir í efnismarkaðssetningu og þarna er gríðarlegur hafsjór af fróðleik varðandi hana og tengd efni s.s. textaskrif, samfélagsmiðla, leitarvélabestun, markaðssetningu með tölvupóstlistanum og markaðssetningu á netinu almennt.

Content Marketing Institute fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um efnismarkaðssetningu og tengt efni. Þarna finnurðu mjög gott efni um það.


Njóttu vel og þú mátt endilega segja mér hvernig þú fílar þetta ;)   - já og ef þú lumar á einhverjum uppáhalds sem þú vilt deila með fólki, endilega gerðu það! :)

Efnismarkaðssetning - smá samantekt

Ég ákvað þessa vikuna að taka saman eitt og annað sem ég hef skrifað og sagt varðandi efnismarkaðssetningu (e. content marketing)

Og þú getur fundið það hér :)


Notaðu hópa á netinu til að rækta sambandið við viðskiptavinina þína



Við höfum öll heyrt þá klisju að það sé auðveldara að halda í núverandi viðskiptavini en að finna nýja. Og það er alveg rétt. Við eigum það samt til að gleyma þessu og vanrækja þá viðskiptavini sem við höfum nú þegar á meðan við bjóðum nýjum viðskiptavinum brjálæðisleg tilboð og veitum þeim alla okkar athygli.

Lengi hef ég verið á leiðinni að tækla þessi mál betur hjá mér og finna leiðir til að halda betur sambandi við “gamla” viðskiptavini. Mig langar að segja þér aðeins frá svolitlu sem ég er að gera í því - kannski er þetta eitthvað sem þú getur nýtt hjá þér ;)

Ég kaupi mjög mikið orðið af vefnámskeiðum. Ég hef t.d. keypt námskeið um Facebook markaðssetningu, LinkedIn, Pinterest, tölvupóst, vídeó, netmarkaðssetningu almennt o.fl. o.fl. Mér finnst þetta frábær leið af svo mörgum ástæðum. T.d. að ég þarf ekki að vera ákveðnum stað á ákveðnum tíma til að læra, ég get alltaf farið yfir hlutina aftur ef ég þarf og maður fær góðar skref-fyrir-skref leiðbeiningar. Eitt af því sem er mjög algengt að boðið sé upp á er aðgangur að lokuðum Facebook hóp þar sem þátttakendur geta rætt saman, spurt hvern annan og svarað og bara almennt hjálpað. Kennarinn kemur líka reglulega inn og svara spurningum. Það þýðir að ekki bara hefur maður aðgang að öllu efninu alltaf hreint, heldur hefur maður alltaf einhvern sem maður getur spurt. Auðvitað gildir líka að maður verður að hjálpa til sjálfur - það þýðir ekki bara að taka taka og taka - maður verður jú líka að gefa.

Annað sem svona hópur gerir fyrir þann sem býður upp á vefnámskeiðið er að þetta gerir honum kleift að eiga í áframhaldandi samskiptum við viðskiptavini sína og byggja þannig upp frekari sambönd.

Ég er lengi búin að vera að spekúlera í þessu sem leið til að halda sambandi við viðskiptavini og nú ætla ég að skella mér í það í tengslum við Bootcampið mitt sem byrjar í næstu viku að vera með svona hóp á Facebook. Ég ákvað hinsvegar að bjóða ekki bara þeim sem eru í Bootcampinu núna að vera með, heldur sendi ég tölvupóst á eldri MáM-ara og bauð þeim að vera með. Mig langar að byggja upp öflugan hóp MáM-ara á netinu, sem getur stutt við hvern annan og deilt ráðum og hugmyndum - eitthvað miklu meira og stærra en ég get bara ein og sjálf. Viðtökurnar hafa verið frábærar og flestir búnir að melda sig að vera með. Ég er búin að vera að undirbúa hópinn og fer að byrja að bæta fólki inn og hlakka mikið til að sjá hvernig þetta þróast. Ég vona að það verði líflegar og gagnlegar umræður og góð upplýsingaskipti þarna og ég mun sjálf gera mitt allra besta til að svo verði, með því að fara inn reglulega og taka þátt.

Hvernig gætir þú notað eitthvað svona til að halda áfram að rækta sambandið við viðskiptavinina þína? Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Býðurðu upp á fjármálaráðgjöf eða bókhald? Settu upp hóp með öllum viðskiptavinum þínum þar sem þeir geta skipst á ráðum. Farðu reglulega inn og svaraðu spurningum, deildu jafnvel með þeim gagnlegu efni, minntu þá á VSK gjalddaga, hin ýmsu skil í tengslum við bókhaldið og fjármálin o.s.frv. 
  • Ertu einkaþjálfari? Vertu með viðskiptavinahóp þar sem fólk getur deilt uppskriftum, hvaða æfingar hafa verið að virka sérstaklega vel og jafnvel hvatt fólk til að deila árangurssögum. Svaraðu spurningum reglulega, hentu inn góðum uppskriftum, ráðleggingum og æfingum - eða bara skemmtilegu hvatningarefni, YouTube vídeói af stuðlagi á föstudegi eða hvað annað sem þér dettur í hug.
  • Rekurðu ferðaþjónustufyrirtæki og færð mikið af erlendum ferðamönnum til þín. Hafðu sérstakan hóp á Facebook fyrir “innvígða” - þá sem hafa komið til þín áður og hvettu þá til að deila myndum, sögum og ráðleggingum til hvers annars. Bættu fólki inn í hópinn um leið og þau bóka hjá þér, svo að upplýsingarnar og virknin þar geti gert þau enn spenntari fyrir því að koma. Vertu með gagnlegar upplýsingar þarna, notaðu myndaalbúmið og “files” til að setja inn hluti eins og hvað fleira er hægt að gera á svæðinu, kort, upplýsingar um gönguleiðir, opnunartíma sundlaugarinnar o.s.frv. o.s.frv. Vertu upplýsingamiðstöðin þeirra og staðurinn sem þau leita til að fá upplýsingar með því að deila upplýsingum og svara spurningum.

Það er hægt að gera þetta á ýmsan hátt. Þú getur notað Google Groups, LinkedIn groups, Google+ Community, eða Facebook groups. Þar sem flestir hérlendis eru á Facebook, þá er það sennilega sá kostur sem liggur beinast við.

Úff - þetta verður heilmikil vinna, hugsa ábyggilega sumir. Já og nei. Jú, það getur verið vinna að ná upp virkni í svona hóp, en það getur líka gefið rosalega mikið - mun meira en margt annað sem þú ert að eyða tíma og orku í. Mundu, það er ekki bara þú sem ert að gefa, heldur er fólk að gefa hverju öðru - og þú ert að gefa aðilum sem eru þegar farnir að þekkja þig. Þú ert þannig að styrkja sambandið enn frekar og auka líkurnar á endurteknum viðskiptum og því að þau vísi til þín nýjum viðskiptavinum.

Svo getur þetta líka bara verið svo assgoti gaman! :)




Að kenna viðskiptavininum - hvernig efnismarkaðssetning getur auðveldað þér viðskiptin ;)



Í síðustu viku sýndi ég upptöku af fyrirlestri sem ég var með hjá Nýsköpunarhádegi Klak Innovit um efnismarkaðssetningu. Eitt af því sem ég minntist á þar var hvernig efnismarkaðssetning getur gert sambandið við viðskiptavininn mun betra, með því að fræða hann...
Flest okkar kannast við erfiða viðskiptavini, hvort sem það er að selja þeim til að byrja með, eða að vinna með þeim. Það eru ýmsar ástæður fyrir því (sumir eru bara svona ;) en í mjög mörgum tilfellum er hægt að minnka erfiðleikastigið með efnismarkaðssetningu. Með því að fjalla um hluti í kringum það sem þú gerir og uppfræða viðskiptavininn geturðu verið búinn að fjarlægja mikið af vegatálmunum og jafnvel opna dyrnar að því að selja þeim hluti sem annars væri erfitt að selja þeim.
Það er sennilega best að sýna þetta með dæmum:
Með því að fjalla um hvernig góður undirbúningur getur leitt til betri vefsmíði og þess að verkinu lýkur fyrr og innan fjárhagsáætlunar getur vefstofa hvatt viðskiptavini sína til að þess að koma betur undirbúnir að borðinu. Hún getur m.a.s. verið búin að fræða viðskiptavininn um það í hverju sá undirbúningur felst.
Sama vefstofan getur líka verið búin að fjalla um mikilvægi leitarvélabestunar og efnismarkaðssetningar, og þannig undirbúið jarðveginn svo að auðveldara verður að sannfæra viðskiptavininn um að hann þurfi að nota þessi tól og jafnvel selja viðskiptavininum þjónustu í kringum það.
Snyrtistofa getur fjallað um hvernig hinar ýmsu meðferðir fara fram og kosti þeirra. Ef að ég er t.d. búin að lesa um hvað ég græði á því að koma reglulega í andlitsbað, í stað þess að koma bara af og til, þá er ég líklegri til að koma reglulega en ella.
Einkaþjálfari getur fjallað um kosti þess að æfa á þennan hátt frekar en hinn þannig að þegar viðskiptavinurinn kemur í þjálfun þá skilur hann af hverju verið er að velja þær æfingar sem valdar eru. Þá er viðskiptavinurinn ánægður og þjálfarinn þarf ekki að eyða tíma í að útskýra af hverju hlutirnir eru gerðir svona en ekki hinsegin.
Hönnuður eða listamaður getur sagt frá pælingunum að baki verkunum, af hverju þessi og hin efni eru valin, hvernig þau eru unnin og þannig vakið áhuga og sýnt fram á gæði og virði þess sem verið er að selja. Að ekki sé minnst á að leyfa fólki að kynnast sér, sem myndar mun sterkari og skemmmtilegri tengingu fyrir viðskiptavininn.
Sjálf finn ég að ef að einhver hefur samband við mig eftir að hafa verið á póstlistanum mínum í einhvern tíma, þá er allt allt annað að tala við og vinna með viðkomandi heldur en t.d. þegar einhverjum hefur verið vísað á mig sem veit í rauninni ekkert um markaðsmál og hefur ekki fylgt mér áður. Þá veit sá hinn sami ekkert hvernig ég vinn og í markaðsmálunum er það oft svo að þegar fólk hefur ekki þekkingu á þeim, þá heldur það að hægt sé að smella fingrum og láta hluti gerast án nokkurrar fyrirhafnar - sem þú veist, af því þú lest pistlana mína, að er ekki alveg málið. Hinsvegar er hægt að gera hluti án mikils fjármagn og ná meiri árangri með því að vita hvað maður gerir, ó já, en þú uppskerð eins og þú sáir. Markaðsmálin eru nebblega ansi misskilin, skal ég segja þér :)
Hvað myndir þú vilja að viðskiptavinir þínir vissu um það sem að þér snýr? Hvað myndi hjálpa þér að eiga við erfiða viðskiptavini? Hvað myndi hjálpa þér að selja vöruna þína eða þjónustu? Hvernig geturðu notað það í efnismarkaðssetningu?
Segðu frá áskorunum þínum í ummælunum og kannski get ég eitthvað hjálpað ;)

Með því að þekkja markhópinn þinn almennilega geturðu betur skilið hvað þú þarft að segja og gera til að fá hann í viðskipti. Þess vegna er markhópagreining svona mikilvægur hluti af MáM þjálfuninni.
Vissirðu að MáM býður upp á þjálfunarprógramm í efnismarkaðssetningu? Tjékkaðu á því á mam.is/efnismarkadssetning

Efnismarkaðssetning - hvað er nú það?

Í síðustu viku hélt ég fyrirlestur á Nýsköpunarhádegi Klaks Innovit um efnismarkaðssetningu. Ég hef skrifað töluvert um hana, en ég held að þeir sem hafa lesið það geti líka notið góðs af þessum stutta fyrirlestri.

Til að gera þetta enn betra var með mér Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, sem talaði um hvernig Hugsmiðjan notar efnismarkaðssetningu hjá sér, en þau kýldu á hana af fullum krafti eftir að við höfðum unnið saman stefnumótunarvinnu fyrir þau haustið 2012 og það er frábært að sjá hvað þau hafa náð góðum árangri með hana.

Endilega horfðu - og ég ætla svo að leggja aðeins meira út frá þessu í næstu viku ;)



Efnismarkaðssetning (e. Content marketing) - Nýsköpunarhádegi Klak Innovit og Landsbankans from Innovit TV on Vimeo.


Og ekki hika við að nota þessa fínu litlu takka hérna fyrir neðan til að deila boðskapnum ;)


Leiddu mig



Fyrir þá sem hafa fylgt mér í einhvern tíma er markaðsferlið ekkert nýtt. Ef þú ert ný(r), kíktu þá hér snöggvast ;)    Og fyrir þá sem lásu póstinn í síðustu viku, þá talaði ég um að eiga markaðsstarfið frekar en að leigja það, með því að nota auglýsingar og ýmislegt fleira til að ná fólki inn í ferli þar sem þú þarft síðan ekki að borga fyrir hvert einasta skipti sem þú vilt að fólk sjái þig eða komist í samband við þig.

Ég ætla að fjalla aðeins meira um það hvernig við getum gert þetta, þ.e. að eiga markaðsstarfið okkar, með því sem á engilsaxneskunni er kallað Lead Management en lead er mögulegur viðskipavinur í markaðsferlinu.

Ok, svona hef ég almennt sett markaðsferlið fram:

Ef við nú setjum það fram línulega (frá vinstri til hægri eins og gengur og gerist ;) þá getum við sett Lead Management ferlið samhliða markaðsferlinu og markaðsaðgerðir sem við getum notað í hverjum hluta:


Förum betur í gegnum þetta:

Lead Generation er einfaldlega að ná til fólks. Láta vita af okkur og vekja áhuga þeirra. Þarna geta auglýsingar virkað ágætlega, en önnur sterk tól eru m.a. leitarvélabestun (SEO) og efnismarkaðssetning, þar sem að gott og áhugavert efni vekur athygli og eykur vitund um þig, fyrirtækið þitt, vörur og þjónustu. Þarna getum við þurft að “leigja”, þ.e. að kaupa auglýsingar til að ná þessari fyrstu snertingu við mögulega viðskiptavini.

Lead Capture er að ná þeim inn í markaðsferlið þitt. Ná þeim inn þannig að þau skrái sig á póstlistann (túrbó markaðstól), fylgi á samfélagsmiðlunum og hvað annað sem þér dettur í hug þannig að þú sért búin að ná þeim á þitt svæði, þar sem þú þarft ekki lengur að leigja frá öðrum til að ná til þeirra. Það má deila um hvort samfélagsmiðlarnir eru slíkt svæði, en það lækkar a.m.k. leiguna verulega ef maður nær fólki inn á samfélagsmiðlana því það er almennt ódýrara að auglýsa á fylgjendur sína en þá sem maður ætlar að ná til nýrra á samfélagsmiðlunum.

Lead Nurturing snýst allt um að rækta og byggja upp sambandið. Notaðu markaðsaðgerðirnar sem þú átt, eins og póstlistann, til að gera þetta og þarna kemur efnismarkaðssetningin sterk inn, bæði til að fá fólk til að líka við þig og til að byggja upp traust. Þetta tekur tíma. Fólk er ekkert tilbúið að kaupa af þér strax.

Spáðu aðeins í þetta. Þú getur verið mjög góður í fyrstu tveimur hlutunum, að ná til fólks og fá það inn til þín, en ef það er ekki þess virði að vera memm þegar inn er komið þá er fólk fljótt að fara aftur. Þess vegna skiptir það öllu máli hvað þú gerir í því að rækta sambandið - efnismarkaðssetning er lykilatriði þarna. Annars er þetta svona svolítið eins og liðið sem hangir á skemmtistaðagötunum á sólarströndum og nær þér inn inn á staðinn með gylliboðum - svo þegar þú kemur inn er staðurinn tómur!

Lead Conversion snýst um að gera þessa aðila að viðskiptavinum. Hingað til höfum við bara verið að rækta sambandið, leyfa þeim að kynnast okkur, kynnast þeim betur og þarna þarf tól til að breyta þeim í viðskiptavini með því að fá þá til að kaupa. Þarna þarftu að gefa þeim tækifæri til að prufa vöruna þína eða þjónustu og minnka áhættuna sem fólk upplifir - fólk upplifir alltaf áhættu þegar það kaupir. Það þarf líka að ýta við fólki með einhverjum hætti til að taka skrefið núna, ekki á morgun eða næsta ári.

Ongoing Lead Management snýst um að halda sambandinu áfram, í gegnum þessa miðla sem þú átt, og stuðla þar með að því að fólk skipti við þig aftur og að það vísi til þín frekari viðskiptum. Þarna gildir margt það sama og um lead nurturing en einnig meira til, s.s. eins og að vera með efni og upplýsingar fyrir þá sem hafa keypt af þér nú þegar, og vera með markaðsaðgerðir sem hvetja til tilvísana.

Farðu yfir það sem þú ert að gera í markaðsstarfinu þínu. Ertu að ná að leiða fólk í gegnum þetta ferli?


Að leigja eða eiga markaðsstarfið



Þeir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma gætu sakað mig um að vera á móti auglýsingum, svo mig langar aðeins að fjalla um þær í dag.

Ég er alls ekkert á móti auglýsingum, per se. Ég hinsvegar vil, í öllum tilfellum, nota þær markaðsaðgerðir sem henta best viðkomandi aðila, markaði og brandi, og sem skila sem allra mestri arðsemi (mmmm skemmtilega bissnesslegt orð! :) - og sem hægt er að sýna fram á að skili þeirri arðsemi og árangri.

Því miður erum við allt allt of oft að nota auglýsingar bara út í loftið og ekki að hugsa nógu vel út í hvað við viljum að þær geri og mæla hvort þær gera það. Staðreyndin er sú að fólk þarf að sjá mann (fyrirtækið, vöruna, þjónustuna) ansi oft áður en það er tilbúið að kaupa, og fyrir flest minni fyrirtæki er það einfaldlega of dýr kostur að gera það allt í gegnum auglýsingar. Ég hef talað töluvert mikið um hversu oft fólk þarf að sjá mann m.a. í þessu vídeó um markaðsferlið og þessu um endurtekningu og þessu um hversu oft! :)  Ef maður ætlar að keyra markaðsstarfið mikið til á auglýsingum, þá þarf maður að auglýsa oft og mikið og það getur orðið ansi dýrt.

Annað sem óvant fólk hefur tilhneigingu til að gera í auglýsingum er að reyna að segja milljón hluti í einu. Staðreyndin er sú að það er nógu erfitt að fá fólk til að taka eftir og meðtaka ein skilaboð í auglýsingu - og um leið og þú reynir að gera meira þá sullast allt saman hjá fólki og auglýsingin missir algjörlega marks.

Hinsvegar geta auglýsingar verið frábær kostur ef notaðar rétt. Hvað þarf til að nota þær rétt? Hér eru 5 atriði sem skipta máli þegar þú notar auglýsingar:

  1. Hvar er markhópurinn þinn og hvar er best að ná til hans? Það er almennt mun sterkara að auglýsa í sérhæfðari miðlum og ná til færri en rétta fólksins heldur en að spreða t.d. í heilsíðu í blöðunum eða auglýsingar í kringum fréttir í útvarpi eða sjónvarpi.
  2. Hvaða skilaboð virka best á markhópinn þinn? Hvað er það sem hann er að leita eftir? Hvað er það sem þú getur gert fyrir hann? Hvað er það sem skiptir hann máli? Þetta veistu ekki nema með öflugri markhópagreiningu.
  3. Notaðu frekar minni auglýsingar og oftar. Ein og ein stór auglýsing gerir ósköp lítið en minni auglýsingar, sem eru alltaf í gangi byggja upp sýnileikann og minna á þig, byggja meira upp.
  4. Hvað viltu að auglýsingin geri? Hver er tilgangurinn með henni? EITT atriði - ekki meira! Hvað viltu að sá sem sér hana og tekur eftir henni geri næst? Jú, stundum auglýsum við bara til að láta vita af okkur, minna á okkur og vera sýnileg, en það er eiginlega bara allt of dýrt fyrir minni fyrirtæki að nota auglýsingar í þeim tilgangi. Ekkert mál t.d. fyrir banka og risa verslunarkeðjur sem eru með fjármagn í þessar leiðir, en fyrir flest fyrirtæki er þetta barasta of dýr leið. Það er betra að nota auglýsinguna til að fá fólk til að taka næsta skref í áttina að viðskiptum. Hvaða skref er það?
  5. Hvernig ætlarðu að mæla hvort að auglýsingin er að gera það sem þú vilt að hún geri? Ef þú ætlar að mæla sýnileika og vitund þá ertu kominn í kannanir og annað þess háttar og það þarf sæmilegt úrtak til að það sé marktæk mæling - semsagt frekar dýrt og mikið vesen. Auglýsingar á netinu eru jú mun mælanlegri, sérstaklega ef auglýsingin er gerð til að fólk smelli á hana því þá geturðu mælt smellina. En hvað svo? Hvað svo eftir smellinn?

Staðreyndin er sú að ef þú treystir bara á auglýsingar í markaðsstarfinu þínu þá ertu að leigja markaðsstarfið. Ef einu skiptin sem fólk sér þig er þegar þú auglýsir, þá hættir það að sjá þig um leið og þú hættir að borga og þar með auglýsa. Búið. Bless. Ekkert meir. Búið að henda þér út.

Þess vegna hvet ég alltaf viðskiptavini mína til að eiga markaðsstarfið sitt. Jú, getur virkað vel að nota auglýsingar til að byrja ferlið, en svo viltu fá áhugasama inn til þín þannig að þú getir haldið sambandinu áfram án þess að þurfa alltaf að borga leigu. Hvernig, jú, t.d. með því að fá þau með þér á samfélagsmiðlunum þar sem þú getur haldið sambandinu áfram - eða enn betra - á póstlistann. Þar ertu kominn með viðkomandi inn í eitthvað sem er þitt og þú þarft ekki að borga í hvert skipti sem þú vilt eiga samskipti við viðkomandi. Þannig geturðu átt markaðsstarfið í stað þess að leigja það með auglýsingum.

Næst ætla ég að gefa þér dæmi um hvernig þú getur gert þetta ;)

Hint - já, það er efnismarkaðssetning í því - ég veit ég er alltaf að tala um hana, en það er góóóóð ástæða fyrir því ;)


Ætlarðu að skilja peningana eftir á borðinu?



Af einhverjum ástæðum hefur efnismarkaðssetning (e. content marketing) verið mér extra hugleikin síðustu daga, núna síðast bara fyrr í dag þegar ég hélt erindi um markaðssetningu á netinu fyrir Ský (Skýrslutæknifélag Íslands - sem ætti eiginlega að heita Upplýsingatæknifélag Íslands :) Ég er líka að endurvinna fjórða hluta MáM grunnþjálfunarinnar sem fjallar um val á markaðsaðgerðum og samspil þeirra til að ná sem mestum árangri. Stundum veit maður eitthvað, en eitthvað verður til þess að virkilega hamra hlutina inn (ég er viss um að þú kannast við þetta) og á meðan ég hef verið að endurvinna þetta þá sé ég alltaf betur og betur hvað efnismarkaðssetning er stór og gríðarlega mikilvægur hluti af markaðssetningu í dag - og á bara eftir að aukast.

Hvað á ég við með efnismarkaðssetningu. Hmmmmm ætli sé ekki bara best að sýna ykkur fyrsta vídeóið úr þjálfunarprógramminu mínu um efnismarkaðssetningu því ég segi það þar ;)



Nýr og endurbættur fjórði hluti MáM grunnþjálfunarinnar fjallar um markaðsferlið, samspil markaðsaðgerða (hmmmmm... þarna er nú einn góður bloggpóstur ;)  og listar svo upp hinar ýmsu markaðsaðgerðir sem standa til boða, flokkaðar eftir mikilvægi og hvað getur átt við fyrir hverskonar fyrirtæki, vörur og þjónustur og gefur dæmi um markaðsprógrömm sem hentað geta hinum ýmsu aðilum. Þegar ég fór að skoða listann bara yfir þessar helstu aðgerðir þá áttaði ég mig á því hvað efnismarkaðssetning er út um allt!

Hér eru helstu atriðin sem fyrirtæki verða að huga að í markaðssetningunni sinni þar sem efnismarkaðssetning kemur við sögu (og linkar í nokkur vídeó sem ég átti í farteskinu um sum þeirra ;)

  • Vefsíðan - ef það er ekki efnismarkaðssetning þá veit ég ekki hvað! Hvað þarf að vera á henni? Hvað er það sem fólk vill fá að vita? Hvaða virði er í henni fyrir fólk?
  • Lykilorðagreining - nauðsynleg fyrir alla efnismarkaðssetningu. Lykillinn að því að fólk finni efnið þitt þegar það er að leita að því.
  • Leitarvélabestun - sama og með lykilorðagreininguna
  • Markaðstextinn þinn (vefsíðutexti, upplýsingar á samfélagsmiðlum, og ef við á bæklingar og auglýsingar o.s.frv.) - úff hvað er það annað en efnismarkaðssetning?
  • Að ná í fjölmiðlaumfjöllun í markaðsskyni - fjölmiðlar pikka ekki upp auglýsingar frítt. Það þarf að vera vinkill, það þarf að vera eitthvað áhugavert, það þarf að vera eitthvað virði og eitthvað til að segja frá - sem er einmitt líka kjarninn í efnismarkaðssetningu.
  • Það er nokk sama hvaða samfélagsmiðil þú ert að nota - það er efnismarkaðssetning. Hvort sem það er Facebook, Twitter, LinkedIn, Pinterest, YouTube, Google+, Instagram, Tumblr ... ef fólk er ekki að fá eitthvað áhugavert sem því finnst vera virði í og er matreitt á réttan hátt fyrir það, þá getur maður hamast eins og hamstur í hjóli án þess að nokkuð gerist. Og blogg - sem má í raun flokka sem samfélagsmiðil, er náttúrulega hreinræktuð efnismarkaðssetning.
  • Póstlistinn er efnismarkaðssetning út í gegn, en fæst íslensk fyrirtæki nýta hann þannig. Flest nota hann bara til að senda út tilboð, boð á forútsölur og annað. Þar eru gríðarleg ónýtt tækifæri til að byggja upp sterkara samband við tilvonandi og núverandi viðskiptavini og fá meiri viðskipti fyrir vikið - og ekki bara við þá sem vilja fá afslátt ;)
  • Svo eru hlutir sem eru kannski ekki svo mikið notaðir á íslenskum markaði sem geta verið frábærir í markaðssetningu og eru efnismarkaðssetningartól eins og vefnámskeið og Google Hangouts Live on Air (sem maður ætti náttúrulega að nota miklu miklu meira).

Ég gæti haldið áfram lengi lengi en ég vona að ofangreint hafi a.m.k. komið því til skila að efnismarkaðssetning er hluti af markaðssetningu allra fyrirtækja, hvort sem þeim líkar það eða ekki - svo er spurning hvort þú ætlar að nota þetta frábæra tækifæri í botn til að mynda samband við viðskiptavinina þína eða, eins og sagt er "leave the money on the table". Ef þú vilt nýta það í botn, þá er MáM þjálfunin í efnismarkaðssetningu eitthvað sem þú ættir að skoða.

p.s. "shout out" til viðskiptavina minna í Hugsmiðjunni sem hafa verið að taka efnismarkaðssetninguna föstum tökum með góðum árangri - og bloggið þeirra fékk tilnefningu til SVEF verðlaunanna sem besti vefmiðillinn innan um stóra vefmiðla eins og Vísir og DV. Hrikalega stolt af þeim!

Ég hef skrifað töluvert um efnismarkaðssetningu áður, t.d. þessar þrjár færslur sem þér gætu þótt áhugaverðar ef þú hefur ekki lesið þær nú þegar:

Ekki byggja á sandi

Gefðu, gefðu og gefðu meira

Sköpun og skipulag



Þýðir eitthvað að vera að markaðssetja á Facebook lengur?

Ertu að markaðssetja á Facebook?

Ef svo er, þá hefurðu væntanlega tekið eftir því þegar þú horfir á tölurnar fyrir Facebook síðuna þína að póstarnir þínir eru að ná til sífellt færra fólks - eða hvað? Það hafa margir verið að taka eftir þessu núna í nokkurn tíma - og nei, það er ekki bara það að fólk hafi verið minna á Facebook í kringum hátíðarnar og sjái þess vegna minna af því sem þú póstar.

Facebook hefur sagt það bara hreint út að nú sé ekki lengur hægt að treysta á að ná til fólks frítt í gegnum Facebook síður og mæla með því að nota keyptar auglýsingar. Þetta ætti sosum ekki að koma neinum á óvart. A: Þeir eru jú í bissness og tekjurnar þeirra koma af auglýsingum og B: Það flæðir ógnarmagn af póstum á Facebook og þeir verða einhvern veginn að velja það sem þeir birta hjá fólki þannig að fólk sé að fá það sem það vill sjá - því annars yrði það fljótt að fara bara (og þá væri Facebook ansi gagnslaust markaðstól). Fólk sér ekki allt sem þeir sem það tengist á Facebook pósta - Facebook velur úr.

Þú getur séð nokkrar fleiri greinar um þessar Facebook breytingar hér fyrir neðan ef þú vilt kafa ;)

Hvað skal þá til bragðs taka? Eigum við að hætta bara að nota Facebook eða er eitthvað sem við getum gert til að vinna með þetta? - já, það getum við. Hér eru 7 atriði sem eru nauðsynleg til að fá sem mest út úr Facebook í dag:

Númer 1
Póstaðu efni sem fólk hefur áhuga á og gerir eitthvað með. Ef ég líka við, skrifa ummæli við eða deili pósti frá einhverjum (hvort sem það er manneskja eða síða) þá sýnir Facebook mér meira frá viðkomandi. Það þýðir að við þurfum að vera með efni sem fólk virkilega hefur áhuga á til að auka árangurinn af því sem við gerum frítt á síðunni okkar. Og hvernig getum við tryggt það? jú...

Númer 2
Við verðum að vita við hverja við viljum vera að tala. Þetta þýðir að við þurfum að vera mjög skýr á því hverjir markhóparnir okkar eru og við verðum að þekkja þá og skilja eins vel og mögulegt er svo við getum höfðað til þeirra. Facebook er samfélagsmiðill - hver vill vera í félagsskap með einhverjum sem leggur sig ekki fram um að þekkja mann eða skilja og er þess vegna bara að blaðra um eitthvað sem maður hefur engan áhuga á? - neitt frekar en maður talar við gæjann í partýinu sem talar bara um sig og hefur engan áhuga á þér ;)   - þetta er ein af ástæðunum fyrir því að markhópagreining er svona stór hluti af MáM þjálfuninni.

Númer 3
Þú þarft að vera áhugaverð(ur). Alveg eins og Michelin matreiðslumeistarar gera ekki bara góðan mat, heldur kunna líka að bera hann fram þannig að hann veki athygli, þá þarftu að huga að því hvernig þú birtist fólki. Hafðu karakter, vertu afgerandi, og hafðu samræmi. Það er þetta með brandið sem ég hef svo oft minnst á og þú getur fundið ýmislegt meira um hér á blogginu og brandið er líka mikilvægasti hluti MáM þjálfunarinnar ;)

Númer 4
Þú þarft að taka efnistökin þín, gerð efnisins og dreifinguna föstum tökum. Það er að ýmsu að huga. Þarna kemur inn eitt og annað er varðar efnismarkaðssetningu (e. content marketing). Ef þú græjar þetta ekki, þá verður mjög erfitt að vera alltaf að senda frá sér efni sem höfðar til hópsins og verkefnið verður óyfirstíganlegt fjall. Ég hef líka talað töluvert um efnismarkaðssetningu hér á blogginu og gert sérstakt MáM prógramm um hana.

Númer 5
Lærðu að nota Facebook auglýsingar almennilega til að styðja við það sem þú ert að gera á Facebook og annars staðar. Það er ótrúlegustu hluti hægt að gera með Facebook auglýsingum. Þú getur miðað auglýsingar á þá sem hafa lækað ákveðnar síður, þú getur keyrt inn netfangalista og auglýst bara á þá sem eru með þau netföng á Facebook, þú getur fundið “lookalike audiences” - þ.e. auglýst bara á fólk sem líkist hópnum sem er þegar á síðunni þinni o.fl. o.fl. Með allt sem snýr beint að Facebook, eins og auglýsingar, þá fer ég beint til hennar Amy - þú getur fengið að vita allt um það á www.mam.is/facebook

Númer 6
Það er ódýrara að auglýsa á þá sem eru búnir að læka síðuna þína heldur en aðra, svo að það er ennþá gott að hafa fullt af fylgjendum á síðunni - en það er tilgangslaust ef það eru ekki réttu fylgjendurnir (sjá nr. 2!). Allskonar like leikir, like-deila-kvitta og þá geturðu unnið iPad eða eitthvað bladí bla eru ekki bara leiðigjarnir og pirrandi, heldur draga að sér allskonar fólk sem hefur í rauninni engan áhuga á því sem þú hefur að bjóða og eru ekkert að fara að leiða til viðskipta - gerðu það fyrir mig - ekki gera það ;)

Númer 7
Náðu fólkinu þínu lengra. Ekki nota bara Facebook til að vera með þeim á Facebook. Notaðu Facebook til að ná til þeirra og hefja sambandið. Fáðu þau svo til að vera memm á póstlistanum þínum þar sem þú getur verið reglulega í sambandi án þess að borga fyrir hvert skipti. Fólk les kannski ekki alla tölvupóstana sem þú sendir, en alltaf einhverja, og eru minnt á þig í hvert skipti sem þú ert í pósthólfinu þeirra. Athugaðu þó að atriði 1.-4. hér fyrir ofan gilda alveg jafnt fyrir póstlistann þinn og Facebook. Athugaðu líka að póstlistamarkaðssetning hefur ýmsar reglur sem þú verður að kynna þér áður en haldið er af stað og það er ákveðin list að gera hana vel - fólk getur jú alltaf afskráð sig - meira um þetta síðar. Ég er einmitt að fara að bjóða upp á frábært námskeið í póstlistamarkaðssetningu á næstunni og besta leiðin til að fylgjast með hvenær það kemur er … jú að skrá sig á póstlistann! ;)


Hvað segir þú? Hefurðu fundið fyrir þessum breytingum hjá Facebook og hvað ætlar þú að gera í málunum?


Ef þú vilt lesa meira um þetta:




Blessað feisið :)

Mörg okkar eru að nota samfélagsmiðla til að markaðssetja okkur og fyrirtækin okkar. Ég bað vaskan hóp frumkvöðla að henda á mig spurningum um Facebook sem þau vildu fá svör við og hér eru spurningarnar og svörin við þeim. Einhverjar spurninganna kölluðu á mun meira en bloggpóst, svo þær verða að bíða betri tíma og annars vettvangs, en þetta kemur vonandi að gagni :)

Hvað er munurinn á Facebook auglýsingum og svo þessum "boosted posts" sem maður getur keypt?

Facebook auglýsingar eru auglýsingarnar sem birtast ýmist hægra megin við fréttaveituna þína, eða í fréttaveitunni. Þær geta verið ýmiskonar, s.s. CPM eða CPC (sjá hér fyrir neðan) og haft ýmiskonar tilgang.



Ef ég vel að "Boost Post", þá er ég í raun einfaldlega að borga fyrir að pósturinn sem ég set á síðuna mína nái meiri sýnileika hjá fólki, ýmist hjá þeim sem fylgja síðunni og vinum þeirra, eða víðar.



Það er ekki þannig að allir sem hafa sett Like á síðuna þína sjái allt sem þú setur þar inn. Það er gríðarlega mikið af efni sem flæðir um Facebook og þeir eru með allskonar leiðir til þess að hjálpa þér að vinsa úr og sjá meira af því sem þú hefur áhuga á og minna af því sem þú hefur ekki áhuga á. Þú hefur væntanlega tekið eftir því að þeir sem sjá póstana þína eru almennt mun færri en eru búnir að smella like á síðuna. Fólk sem hefur oft skellt like á póstana þína, deilt þeim eða sett ummæli við þá er mun líklegra til að sjá póstana þína í framhaldinu en þeir sem aldrei gera neitt með þá. Þess vegna viltu fá sem mesta virkni frá fylgjendum þínum á Facebook, því þannig færðu meiri sýnileika án þess að þurfa að borga fyrir það. Boosted posts gera þér hinsvegar kleift að borga fyrir meiri sýnileika. Oh well, Facebook er jú í bissness.

Þegar maður kaupir Facebook auglýsingar, hvað er munurinn á CPM og CPC?

CPM þýðir Cost Per 1000 Impressions, eða hvað maður borgar fyrir að þúsund manns sjái auglýsinguna þína. Þetta er líka þekkt sem PPI eða Pay Per Impression.

CPC þýðir Cost Per Click, eða kostnaður við að einhver smelli á auglýsinguna þína, einnig þekkt sem PPC eða Pay Per Click.

Munurinn er semsagt hvort þú borgar bara fyrir að fólk sjái auglýsinguna, eða hvort þú borgar fyrir að fólk smelli á hana.

Hvort viltu? Það fer eftir því hver tilgangurinn með auglýsingunni er. Þú verður alltaf að hugsa um samspil þeirra markaðsaðgerða sem þú ert að nota og hvernig þú ætlar að færa fólk í gegnum markaðsferlið - sjá hér. Ef að tilgangurinn er t.d. að láta vita af þér, minna á þig, vekja áhuga eða fá fólki til að líka við þig, þá getur verið sterkara að borga bara fyrir að fólk sjái þig. Ef þú hinsvegar vilt ná fólki inn á Facebook síðuna þína (ath! þú getur fengið like án þess að fólk fari inn á síðuna) eða inn á vefsíðuna þína (þar sem það getur t.d. fengið meiri upplýsingar, keypt, skráð sig eða annað) þá viltu fá fólk til að smella í gegn og kaupir CPC. Þú þarft alltaf að meta þetta hverju sinni í samræmi við hvað þú vilt að auglýsingin geri fyrir þig.

Á maður að vera með vegginn á síðunni sinni opinn fyrir póstum frá öðrum, eða loka fyrir það?

Facebook er samfélagsmiðill. Hann er ekki í eðli sínu auglýsingamiðill, þó að hægt sé að auglýsa á honum. Fólk fer ekki inn á Facebook til að láta auglýsa á sig heldur til að eiga samskipti. Fyrirtæki sem gera sér grein fyrir þessu og nota Facebook til að byggja upp samband við viðskiptavini sína fá mun meira út úr honum. Með því að loka fyrir pósta frá öðrum á síðunni þinni ertu í rauninni að segja að þú viljir ekki hlusta á þá. Það er ekki líklegt til að byggja upp gott samband, er það?

Þú þarft hinsvegar að passa að fylgjast með og fara inn á Facebook a.m.k. einu sinni á dag til að bregðast við því sem er að gerast, hvort sem það er að svara spurningum eða annað. Og þú vilt passa að það sé ekkert á veggnum sem þú vilt ekki að sé þar. Því miður er til fullt af fólki sem kann sig ekki á netinu, það er bara svo. Auðvitað viltu ekki loka á öll skoðanaskipti, en stundum fer fólk yfir strikið og þá er allt í lagi hreinlega að eyða commenti og jafnvel blokka viðkomandi einstakling frá því að geta póstað á síðuna - en það á ekki að vera almenna reglan að loka á fólk.

Er hægt að hafa mismunandi tungumál á Facebook síðum eftir því hvar lesandinn er staðsettur? Eða eru einhverjar góðar aðferðir til ef maður vill ná bæði til Íslendinga á íslensku og annarra á ensku?

Stutta svarið er já. Það er hægt að hafa mismunandi tungumál á Facebook síðum eftir staðsetningu og tungumálastillingum notenda. Það er hinsvegar ekkert einfalt svar til varðandi hvort það er besta aðferðin. Það er mjög margt sem þarf að huga að varðandi þetta, sérstaklega þegar farið er að teygja sig lengra en bara í íslensku og ensku og menningarlega hliðin á málunum er líka alltaf eitthvað sem má ekki gleymast.

Hér geturðu fundið ágætis vídeó um notkun á Language Gate fídusnum á Facebook: http://www.wealthyblogger.com/language-gate-on-facebook/.

Athugaðu hinsvegar að síðan sjálf breytist ekki, þetta virkar bara fyrir póstana. Facebook er með nokkuð sem heitir Global Pages, þar sem síðan í heild er mismunandi eftir því hvaðan notandinn kemur, en það er tól sem er bara hægt að fá ef maður er það stór auglýsandi hjá þeim að maður sé með viðskiptastjóra - sem ég hugsa að eigi nú ekki við mörg fyrirtæki hér á klakanum. Sorry - veit að þetta er loðið svar, en það er einfaldlega ekki til standard svar sem á við öll fyrirtæki og alla markaði og þetta verður að skoðast fyrir hvert og eitt dæmi fyrir sig.

Eru einhver trix til að gera síðuna áhugaverðari fyrir lesendur?

Það er ekki hægt að stytta sér leið, ef það er það sem verið er að fiska eftir. Á Facebook, líkt og í allri markaðssetningu, gildir að þekkja markhópinn sinn vel, vita á hverju hann hefur áhuga og veita honum það. Deila efni sem þau hafa áhuga á og byggir brandið þitt upp um leið. Þetta er vinna, en þetta er vinna sem ber árangur ef unnin rétt, og getur byggt upp tryggan hóp viðskiptavina til lengri tíma.





Það var þetta með að finnast á Google - 5 atriði

Ef ég ætti 100 kall fyrir hvert skipti sem ég er spurð hvernig maður á að finnast efst á Google, þá ætti ég a.m.k. fyrir fríum hádegisverði einu sinni í viku :)

Leitarvélabestun - eða það að gera vefsíðuna þína og annað um þig á netinu þannig úr garði að það finnst sem best á Google og öðrum leitarvélum (já, það er víst til Bing og Yahoo o.fl. líka ;) - var alltaf frekar mikið tækninördamál. Þetta snérist allt um lykilorðagreiningu, meta data, robot txt, hlekkjasöfnun og allskonar svona skemmtilegheit. Margt af þessu er enn alveg gott og gilt en margt ekki og vægi þess er stöðugt að minnka. Það er orðið erfiðara að komast hátt á leitarvélunum með allskonar trixum, brögðum og brellum því að Google og hinir eru farnir að sjá við þeim og breyta hlutunum hjá sér þannig að það er ekki hægt að plata þá upp úr skónum. Og þeir eru sífellt að breyta og bæta! En veistu, það er sko barasta ekkert slæmt. Það er eiginlega bara rosa gott. Því veistu hvað það gerir? Það neyðir bara alla til að verða betri í markaðssetningu.

Hmmm… hvernig þá? Jú, hvað er farið að skipta meira máli? Raunveruleg gæði og áhrif. Með því að vera með gott efni á vefsíðunni, með því að vera virkur á netinu, á samfélagsmiðlum, vefsíðunni, blogginu o.s.frv. þá dregurðu fólk að þér og eykur vægi þitt á leitarvélunum. Því fleiri manneskjur sem fíla þig á netinu, því meira fíla leitarvélarnar þig á netinu. Svo nú þarf ekki alla þessa tækninörda - nú þarf gott markaðsfólk!

OK og hvað á þá einhver eins og ég, sem kann ekkert á þetta tæknilega dót, að gera til að finnast á netinu? Hér eru 5 atriði:

1. Lykilorðagreining er enn góð og gild - þú vilt vita hvaða orð og orðasambönd fólk notar til að leita að hlutum eins og því sem þú býður á netinu - sjá meira hér 
2. Notaðu lykilorðin alls staðar þar sem þú ert á netinu - en eðlilega þó. Google sér í gegnum það ef þú ert að reyna að hrúga þeim inn. Ekki nota þau bara á vefsíðunni, heldur líka í blogginu, á samfélagsmiðlunum og þegar þú sendir frá þér fréttatilkynningar (því þær munum mjög líklega birtast á netmiðlum ef þær eru birtar á annað borð).
3. Finndu, búðu til og deildu efni sem markhópurinn þinn hefur áhuga á og verður til þess að fólk langar að fylgjast með þér, gefa þér like, retweet, share, veita ummæli og hvað þetta heitir allt saman. Því meira sem fólk sýnir að það kunni að meta hlutina á þann hátt því meira tekur Google eftir þér. 
4. Til að geta búið til efni sem fólk hefur áhuga á þá þarftu að þekkja markhópinn þinn vel og vandlega svo þú vitir hvað þau vilja! 
5. Til að geta verið áhugaverður á netinu þá þarftu að hafa brandið þitt á hreinu!

Leggðu þig fram um að veita fólki hluti sem er virði í og byggir upp ímynd þína og orðspor því það mun koma þér mjög langt - jafnvel á toppinn á Google ;)


Límir þú á veggina hjá þér?

Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;)

Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem ég geri þetta þá minnir þetta mig á hvað það er mikilvægt að setja hlutina skýrt og skilmerkilega niður fyrir sig. Þetta er svolítið eins og þegar maður er að flytja í nýtt hús. Það er svo hollt og svo mikil hreinsun. Henda út því sem maður þarf ekki, gera sér grein fyrir því hvað mann vantar. Út með ruslið, inn með eins og afrakstur einnar góðrar ferðar í Ikea og skipulagið í lag!  ;)

Eitt af því gagnlega sem kom út úr þessari vinnu hjá mér var að ég hreinsaði til í markaðsmálunum hjá mér. Ég reyni að gera það reglulega. OK, ég er, eins og ég hef sagt einhvern tímann áður, á fleiri samfélagsmiðlum en ég mæli með, svona af því að í mínum bransa vill maður vera inni í hlutunum, en að öðru leyti þá er þetta að verða nokkuð skýrt. Ég er farin að sjá ansi vel hvað virkar og hvað er tímaeyðsla.

Það er rosalega gagnlegt að setja hlutina sjónrænt upp. Ég er með allskonar miða og krot og dótarí upp um alla veggi til að hjálpa mér að átta mig á hlutnum. Í þetta skipti ákvað ég að setja markaðsferlið mitt bara skýrt og skilmerkilega upp, annars vegar fyrir íslensku starfsemina, og hinsvegar fyrir fyrirhugaða erlenda starfsemi. Þú getur séð afraksturinn á meðfylgjandi mynd (soldið óskýr - blessaður snjallsíminn  :)


Mér líður rosalega vel eftir þessa tiltekt. Nú er stefnan skýr, skilmerkileg - og sýnileg, sem er ekki minna mikilvægt. Ég veit hvað ég ætla að gera, hvenær ég ætla að gera það, af hverju ég ætla að gera það og hvað ég vil fá út úr því. Nú er ég bara spennt að takast á við verkefnin!

Ert þú með plan?

Ef þú þarft betra plan fyrir markaðsmálin, þá gæti þjálfunin hjá MáM verið eitthvað fyrir þig ;)

Bladí bladí bla bæt, blah, RAM, bladí bla MHz bla...



Skildirðu þetta ekki alveg? Hvað meinarðu?! En það er fullt af fólki sem heldur að fullt af fólki skilji þetta og skilur ekkert af hverju fullt af fólk er ekki æst í að kaupa af þeim! :)

Það hafa komið að máli við mig nokkrir aðilar sem reka tölvuþjónustur. Þetta eru minni aðilar á markaði, bjóða upp á ýmsa þjónustu í kringum tölvurnar og selja oft líka tölvubúnað. Flestir þessir aðilar eru minnst að selja til tölvusérfræðinga. Helstu viðskiptavinirnir eru einstaklingar og lítil og meðalstór fyrirtæki, þar sem ekki er upplýsingatækni-sérfræðingur innanborðs, eða ef það er einhver sem sér sérstaklega um þau mál þá er það oft aðili sem hefur nokkuð almenna þekkingu og getur haft yfirsýn yfir hlutina, frekar en að vera sérfræðingur á einhverju sviði.

Málið með þessi fyrirtæki er að þau eru eiginlega barasta öll eins - ja, a.m.k. þau sem ég hef skoðað. Það sker sig ekkert þeirra almennilega úr og ekkert þeirra talar á mannamáli um hvað þau geta gert fyrir viðskiptavini sína heldur týna flestir sér í græjutali og fagmáli. Fólki er þessvegna svo sem alveg sama hvar það verslar. Það kaupir þar sem það fær besta verðið - verð er því það helsta sem keppt er á - og ef fólk kaupir vegna þess að þjónustan er góð, þá er það oftar vegna þess að það var heppið og lenti á honum Sigga eða Bjössa eða einhverjum sem er bara náttúrulega þjónustulundaður, ekki af því að fyrirtækið sem slíkt hafi tekið þjónustumálin sín föstum tökum.

Það eru mikil tækifæri á þessum markaði til að skera sig úr. Tala við fólk á mannamáli, en ekki í
bætum og Hz og RAM og hvað þetta heitir allt. Hvaða vanda þarf að leysa? Hvaða þörf þarf að mæta? Og að láta skína í gegn að það eru engar heimskulegar spurningar, bara heimskuleg svör. Efnismarkaðssetning (sem ég hef talað um áður hér í blogginu) er tilvalin fyrir tölvufyrirtæki. Vertu sérfræðingurinn sem veit allt um þessi mál  en segir það á mannamáli, veitir fólki þær upplýsingar sem það þarf. Þannig myndu þau byggja upp samband, traust, sérfræðiorðspor og orðspor fyrir þjónustulund.

Já og byggðu upp áhugaverðan brand persónuleika sem fólki líkar við. Þorðu að vera skemmtilegur, litríkur, hjálplegur, þægilegur, glaðlegur. Veldu aðra liti en svartan og grænan  með Matrix style myndefni, eða rauðan og gráan með allt of miklu dóti og tilboðsstjörnum um allan vef. Þróaðu aðgreinandi og áhugaverðan tón í því hvernig fyrirtækið talar. Ekki vera alveg eins og allir hinir. OK, ég veit, augljóst dæmi, en af hverju heldur þú að Apple hafi skotið öðrum fyrirtækjum á sínum markaði ref fyrir rass? Ekki með því að tala í bætum, Hz og RAM.  iPod: “A 1000 songs in your pocket” - það er það sem skiptir máli! (Það er reyndar svolítið skondið að það að taka Apple sem dæmi er algjör klisja, en samt er bransinn ekki búinn að fatta þetta með hundinn! :)

Ég hef ekki enn unnið fyrir neitt af þeim tölvufyrirtækjum sem hafa komið að máli við mig. Af hverju? Vegna þess að hingað til hafa þau flest viljað koma og fá að vita hvað aðgerðir þau ættu að fara í: “eigum við að kaupa Facebook auglýsingar, Google AdWords, eigum við að auglýsa þarna eða á hinum staðnum...” og ég einfaldlega vinn ekki þannig. Það er bara einfaldlega bull að byrja á þeim endanum. Þú þarft að þekkja markhópinn, samkeppnina, vita hver þú ætlar að vera, hvernig þú ætlar að vera öðruvísi en hinir og hvernig þú vilt að fólk sjái þig, áður en þú getur ákveðið hvaða markaðsaðgerðir eru réttar fyrir þig og til þess að þær virki þegar þú ferð að nota þær. Ef þú þekkir ekki markhópinn hvernig ætlarðu þá að tala til hans á Facebook? Þú endar í tilboðum og læk-deila-kvitt leikjum og álíka vitleysu, því að þú ert ekki að veita fólki neitt annað sem er neins virði því þú veist ekki hvað skiptir þau máli. Ef þú hefur enga sýn á hvernig þú vilt að fólk sjái þig, hvert þú vilt að brandið þitt sé, þá verður efnið þitt sundurleitt, ósamræmt, ómarkvisst og áhrifalaust, því að þú veist ekki hver þú vilt vera og hvernig fólk sér þig, fólk sér engan samræmdan persónuleika og hefur þess vegna enga leið til að líka við þig, hvað þá að mynda við þig samband.

Ég viðurkenni það algjörlega, mig dauðlangar að vinna fyrir tölvufyrirtæki sem er tilbúið að rífa sig út úr kassanum og gera hlutina almennilega. Það væri hrikalega spennandi verkefni. “Come on, íslenska Apple!” ha ha ha … Ég veit að það er hægt að skilja samkeppnisaðilana eftir í rykinu. En það þýðir hugrekki, dugnað, þolinmæði, metnað og að vera a.m.k. pínku oggulítið klikkuð - ég auglýsi hér með eftir svoleiðis tölvufyrirtæki til að vinna með! :)


Sköpun og skipulag



Í þessum síðasta pósti um efnismarkaðssetningu (e. content marketing) ætla ég að tala aðeins um praktíska hluti. Stór hausverkur er oft hvernig við ætlum að gera efni sjálf og hverju öðru við getum deilt, t.d. á samfélagsmiðlunum, sem krefjast töluverðrar virkni og getur verið áskorun að halda lifandi.
Ef þú hefur fylgt mér í einhvern tíma, á blogginu, póstlistanum eða samfélagsmiðlunum, þá sérðu að efnismarkaðssetning er nokkuð sem ég nota mjög mjög mikið og á margvíslegan hátt.

Efni getur verið á margskonar formi, miðlað með margskonar leiðum og gegnt margskonar tilgangi í markaðssetningu. Þetta getur verið t.d. blogg, vídeó, allskonar efni á samfélagsmiðlunum, myndir, infographics, rafbækur og vefnámskeið svo við teljum upp nokkur af þessum helstu leiðum. Það er ákveðin list – en aðallega færni sem maður getur tamið sér – að vita hvernig maður getur sett efnið fram og hvar best er að deila því. Og hitt – sem er ekki nein list, bara hreinræktuð skipulagning – að vita hvernig maður á að koma hlutunum þannig fyrir að maður sé sífellt að dæla út efni og sífellt sýnilegur án þess að vera að allan sólarhringinn.

Ég er ein í markaðsmálunum í mínu fyrirtæki. Ég er reyndar á fleiri samfélagsmiðlum en ég mæli með því að vera  á, en það er einfaldlega vegna þess að ég er „í bransanum“ og þarf að þekkja helstu miðlana og hafa reynslu af þeim. Ég mæli með því að þú finnir hvað virkar fyrir þig, haldir þig við það og dreifir þér ekki of mikið.

Margir eiga ekki orð yfir því hversu virk ég er á samfélagsmiðlunum, í því að búa til, finna og senda frá mér efni. Og fólk gapir þegar ég segi þeim að ég eyði svona einum morgni á mánuði og 10 mínútum á dag í samfélagsmiðlana og svona í heildina kannski tveimur til þremur tímum á viku í bloggið og póstlistann – oft mun minna. Samt er póstlistinn það sem ég legg virkilega áherslu á. Þar fær fólk ekki bara bloggið mitt, heldur líka ýmislegt annað góðgæti – því þú verður jú að fá meira fyrir þinn snúð þegar þú skráir netfangið þitt heldur en bara fyrir eitt lítið like á Facebook ;)

Viltu vita hver galdurinn er?

Jú, maður þarf réttu tækin og tólin til að búa til efnið og koma því út án þess að það verði allt of mikil vinna – t.d. með því að pósta á samfélagsmiðlana fram í tímann, samtengja miðla ef við á o.s.frv. Hootsuite bjargar lífi mínu :) En galdurinn er fyrst og fremst kerfi – skipulag á því hvernig ég finn um hvað ég ætla að gera efni, hvernig ég geri efnið og hvernig ég finn efni frá öðrum sem ég get deilt með fylgjendum mínum. Risa
stór hluti markaðsstarfsins er nefnilega ekki endilega þetta skapandi (eins og einn kennarinn minn sagði einhvern tímann „arty farty“) heldur praktísk og fyrir sumum kannski leiðinleg skipulagning – en vá hvað það auðveldar manni lífið!

Og hver veit, núna þegar þú ert að lesa þennan póst gæti ég verið að sleikja sólina á Spáni! :)  - en með hjálp góðrar skipulagningar, markaðskerfis, efnisdagatals og tækninnar the show will go on!



Ekki byggja á sandi



Efnismarkaðssetning getur verið gríðarlega sterkt tól fyrir minni fyrirtæki. Það tekur jú tíma og vinnu, en ekki svo mikla beinharða peninga – jafnvel enga  – en hún krefst þess hinsvegar að þú sért búinn að vinna grunnvinnuna þína vel.

Ef þú veist ekki til hverra þú ætlar að höfða og ef þú þekkir ekki áhorfendur eða lesendur, hvernig ætlarðu þá að gera efni sem að þeir hafa áhuga á? Hvernig veistu hvar best er að deila efninu með þeim? Hvernig veistu hverskonar efni þau eru líklegust til að vilja sjá; texta, vídeó, myndir o.s.frv.

Þú vilt heldur ekki bara tala um það sem þú gerir, þú vilt hafa svigrúm til að fjalla um ýmislegt í kringum það sem höfðar til markhópsins – annars ertu bara eins og leiðinlegi gæinn í partýinu sem talar bara um sig og sín áhugamál. Þess vegna er algjörlega nauðsynlegt að vita hver markhópurinn eða markhóparnir eru og að þekkja þá og skilja mjög vel.

Já og ef þú ert með marga markhópa, hvaða efni höfðar til hvers, hvernig er best að koma því til skila þannig að það nýtist sem best, en líka að efni til eins markhóps hafi ekki neikvæð áhrif á annan markhóp ef hann sér það. Þetta þarf allt að vera á hreinu til að ná árangri með efnið þitt.

Að sama skapi verðurðu að vita hver þú vilt vera, hvaða hugsanir þú vilt vekja, hvaða tilfinningar þú vilt að vakni hjá fólki þegar það kemst í samband við þig í gegnum efnið þitt. Efnið þitt byggir brandið þitt á mjög sterkan hátt – en ef þú veist ekki hvernig brand þú vilt byggja upp þá getur efnið aldrei markvisst stuðlað að því að byggja það upp, og jafnvel gert meira illt en gott með því að gera ímyndina óljósa og fólk átti sig ekki á því hver þú ert og hvað þú gerir. Það er aldrei vænlegt til árangurs.

Ef það er ekki samræmi í efninu frá þér, ef það er ekki að koma sömu skilaboðunum og sama brandinu til skila, þá verður það aldrei eins áhrifaríkt – og við megum ekki vera að því að gera hluti sem vinna ekki fyrir okkur jafn hörðum höndum og við gerum sjálf!

Við þurfum líka að huga að því hvar efnið sem við sendum frá okkur passar inn í markaðsferlið. Hvernig ætlum við að nota það til að ýta fólki í gegnum ferlið, í áttina að sölu og áfram að meiri sölu, bæði hjá þeim og í gegnum tilvísanir.




Gefðu, gefðu, gefðu – og gefðu meira!



Viðbrögðin við póstinum mínum í síðustu viku um efnismarkaðssetningu voru mjög góð. Flestir virðast hrifnari að því að laða fólk að sér heldur en að ýta hlutum upp á þau. Mér finnst það persónulega líka mjög góð þróun því það er kjarninn öllu markaðsstarfi, að finna hvað fólk þarfnast og vill og veita þeim það á þann hátt að sé arðbært fyrir þig.

Efnismarkaðssetning er líka nokkuð sem flestir eru að stunda, hvort sem þeir átta sig á þvi eða ekki – flest okkar gera meira að segja nokkuð mikið af henni. Ert þú með Facebook síðu? Ertu kannski á öðrum samfélagsmiðlum líka? Bloggarðu? Ertu með póstlista o.s.frv.? Þetta er allt hluti af efnismarkaðssetningu og það er ekki ólíklegt að þú viljir fá meira út úr þessum miðlum og vinna markvissar með þá.

Fræðsla er líka mjög sterkt markaðstól. Hún stuðlar ekki eingöngu að því að byggja upp jákvæðar tilfinningar fólks til okkar, heldur er hún ómissandi tól til að stimpla það inn hjá fólki að við séum sérfræðingarnir á okkar sviði. Þá gildir að draga til sín fólk með því að veita þeim eitthvað áhugavert sem þeim finnst þess virði að eyða tíma sínum í.

Efnismarkaðssetning er ekki eins og síðustu auglýsingar fyrir fréttir sem eru staðsettar þar til að grípa þig og eiginlega troða þeim upp á þig. Fólk ræður því sjálft hvort það vill skoða efnið frá þér, lesa það, horfa á það o.s.frv. Hvort sem það er að smella like á Facebook síðuna, póstinn þinn, endurtvíta, skrá sig til að fá bloggið í áskrift eða á póstlistanum, fólk ræður því sjálft hvort það vill vera memm. Þú þarft þess vegna að finna jafnvægið milli þess að gefa þeim það sem þau vilja og að þetta sé efni sem leiðir til viðskipta fyrir þig.
Oft þegar talað er um efnismarkaðssetningu fyrir þá sem ekki eru mikið inni í markaðsmálum þá eru viðbrögðin þau að segja „á ég bara að gefa og gefa og gefa?!“

Já.

Því með því að gefa byggirðu upp samband.  Fólki fer að líka við þig og tengja við þig. Með því að gefa og sýna fólki hvað þú kannt og veist fer fólk að líta á þig sem sérfræðinginn og „go-to“ aðilann í þínum geira. Og með því að gefa færðu fólk til að vilja gefa þér á móti. Hvernig gefur það á móti? Jú, með því að breiða út boðskapinn og segja öðrum frá þér – og með því að kaupa af þér ;)

Gefðu af þér og fólki mun líka við þig, það mun byggja upp traust fólks til þín, fólki finnst það vita hvað þú gerir og stendur fyrir og það minnkar þörfina fyrir að prufa það sem þú hefur að bjóða, og minnkar þá áhættu sem fólk skynjar óhjákvæmilega í öllum kaupum.

Gefðu af þér og fólk mun gefa til baka með því að velja þig þegar kemur að því að kaupa það sem þú hefur að bjóða.


Komdu þér að efninu! ;)



Markaðsstarf er að breytast. Það hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu 10-20 árum.  Með tilkomu internetsins, samfélagsmiðla, snjallsíma o.fl. snýst markaðsstarf sífellt minna um einhliða útsendingar á kynningar efni og meira um að draga fólk til sín.

Markaðsstarf snýst minna um að grípa fólk en meira um að vera til staðar og vera á réttum stað þegar fólk leitar eftir einhverju sem tengist því sem þú hefur að bjóða.

Markaðsstarf snýst minna um að ýta hlutum upp á fólk og meira um að laða fólk að sér.

Á ensku er gjarnan talað um að við séum að færast frá outbound marketing yfir í inbound marketing.

Hluti af því að laða að sér fólk er að búa til efni og miðla því til fólks - líkt og ég er að gera með þessum bloggpósti og líkt og ég hef gert með vídeóunum mínum, því sem ég deili á samfélagsmiðlunum o.s.frv. Efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það - því eins og ég hef svo oft talað um áður, þá snýst markaðssetning um að byggja upp samband - samband sem leiðir m.a. til viðskipta fyrir þig.

Þetta má kalla efnismarkaðssetningu, eða á ensku content marketing.