Mældu árangur erfiðisins þegar kemur að markaðsstarfinu


Mælir þú árangurinn af markaðsstarfinu þínu? 

Það er klisja: "You can't manage what you can't measure" eða "Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki stjórnað því" en klisjur eru klisjur af ástæðu. Og ástæðan er oftar en ekki sú að það er sannleikskorn í þeim.
 • Hvernig veistu hvort hlutirnir eru að virka eða ekki?
 • Hefurðu efni á að eyða tíma í hluti sem virka ekki?
 • Hefurðu efni á að eyða peningum í hluti sem virka ekki?
 • Er einhver ástæða til að vera að gera hluti sem virka ekki fyrir þig?
Tryggðu að í hvert skipti sem þú gerir eitthvað í markaðstarfinu, eins og að setja upp Facebook síðu, nota Google auglýsingar, setja auglýsingu í blaðið, eða hvað sem þú ert að gera, að þú vitir til hvers þú ert að gera það. Hvað viltu að þessi markaðsaðgerð geri? 

Hugsaðu um markaðsferlið - og ef þú þekkir það ekki, þá geturðu lesið um það hér. Ertu að gera þetta til að láta vita af þér, til að vekja áhuga, fá fólki til að lika við þig eða treysta þér, gefa fólki "smakk" af því sem þú hefur upp á að bjóða, ýta við fólki að ganga frá sölunni, fá meiri viðskipti

Þolinmæði þrautir vinnur allar - líka í markaðsstarfinu!


Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér. Ef þú vilt vita meira um markaðsferlið, endilega tjékkaðu á þessum pósti hér.

Skv. sölugúrúnum Brian Tracy tekur það fimm söluheimsóknir áður en viðskiptavinurinn er tilbúinn að kaupa. Það eru heimsóknir og mjög mjög dýr leið til að selja. Þú eyðir tíma dýrs starfsmanns í að fara til viðskiptavinarins og eyða með honum tíma. Þeir eru í sama herberginu, talandi saman augliti til auglitis í nokkrar mínútur a.m.k. Þannig að ef það tekur fimm slíkar heimsóknir að meðaltali, þá geturðu rétt ímyndað þér hversu miklu oftar þú þarft að ná til fólks í gegnum markaðsstarfið áður en það er tilbúið að kaupa. (Þú kannt að halda, byggt á þessu, að markaðsstarfið sé því ekki eins áhrifaríkt og söluheimsóknir, en treystu mér, það er ekki svo. Markaðsstarfið er mun skalanlegra en heimsóknir og getur náð til mun mun fleiri í einu á auðveldari hátt ;)

Mig langar að deila með þér einni af uppáhalds tilvitnunum mínum fyrir markaðsstarfið, sem hittir algjörlega í mark hvað þetta varðar. Hún er frá Thomas Smith:

 • Fyrst þegar maður lítur á auglýsingu, sér hann hana ekki.
 • Í annað skiptið tekur hann ekki eftir henni.
 • Í þriðja skiptið verður hann meðvitaður um að hún er til.
 • Í fjórða skiptið minnir hann að hann hafi séð hana.
 • Í fimmta skiptið les hann auglýsinguna.
 • Í sjötta skiptið lætur hann sem hann sjái hana ekki.
 • Í sjöunda skiptið les hann hana í gegn og segir, "Oh, þessi!"
 • Í áttunda skiptið segir hann, "þarna er þessi fjandans auglýsing aftur".
 • Í níunda skiptið hugsar hann hvort það sé nú eitthvað varið í þetta.
 • Í tíunda skiptið spyr hann nágrannann hvort hann hafi prufað þetta.
 • Í ellefta skiptið veltir hann fyrir sér hvernig þetta getur borgað sig fyrir auglýsandann.
 • Í tólfta skiptið hugsar hann að þetta hljóti nú að vera gott.
 • Í þrettánda skiptið hugsar hann að það hljóti nú að vera eitthvað virði í þessu.
 • Í fjórtanda skiptið man hann að hann hefur lengi langað í svona.
 • Í fimmtánda skiptið kvelur þetta hann eiginlega því hann hefur ekki efni á þessu.
 • Í sextánda skiptið hugsar hann sem svo að einn daginn muni hann kaupa sér svona.
 • Í sautjánda skiptið setur hann á minnismiða að fá sér svona.
 • Í átjánda skiptið bölvar hann fátækt sinni.
 • Í nítjánda skiptið telur hann peningana sína vandlega.
 • Í tuttugasta skiptið sem hann sér auglýsinguna kaupir hann vöruna.

Þetta er akkúrat það sem ég er að tala um þegar ég tala um að þú þurfir að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka. Fólk verður að sjá þig ansi oft áður en það er tilbúið að kaupa. Það sem er enn áhugaverðara er að Thomas Smith skrifaði þetta árið 1885!!!! Þetta er ekkert nýtt. Markaðsstarfið tekur tíma. Smith gerði sér grein fyrir þessu fyrir lööööööööööööngu síðan! Þú verður að endurtaka þig, þú verður að halda samræmi í því sem þú gerir og þú verður að tala sífellt um sömu hlutina til að ná í gegn og eignast stað í huga fólks.

Endurtekurðu þig nógu oft - eða gefstu kannski of snemma upp?

Endurtaka, endurtaka, endurtaka...


Í fyrri pósti hef ég talað um að maður þurfi að finna hvern einasta snertipunkt við brandið og skoða hvernig við getum notað hvern og einn til að byggja það. Við þurfum að tryggja að fólk fái sömu upplifun af okkur hvar sem það kemst í snertingu við okkur. En það er ekki nóg. Þú verður líka að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka enn og aftur...

Það er frábært þegar manni leiðist!

Endurtekning er lykilatriði í markaðsetningu, og ég get lofað þér því að ef þú ert að vinna markaðsstarfið rétt, þá kemur þér til með að leiðast. Þú verður leið(ur) á brand útlitinu; litunum þínum, leturgerðinni, myndunum o.s.frv., þú verður leið(ur) á markaðsefninu; auglýsingunum, skilaboðunum o.s.frv. Þú færð leið á þessu öllu saman. Það er alveg klárt mál! En málið er að þú ert alltaf að vinna með þetta. Þú ert alltaf að horfa á þetta, hugsa um þetta, þú ert alltaf að hrærast í þessu. Það væri hinsvegar fínn árangur ef fólkið sem þú ert að reyna að ná til sæi svona 1% af öllu því sem þú ert að gera. Þú verður að muna að markaðsstarfið snýst ekki um þig. Það snýst um þau. Þér á eftir að leiðast þetta, en þú verður bara að láta þig hafa það og harka af þér!

Ef þú ferð að breyta hlutunum bara af því að þér leiðist; breyta skilaboðunum, breyta útlitinu hvort sem það er á auglýsingum, bæklingum, efni á samfélagsmiðlunum, blogginu eða hverju sem er,

Markaðsferlið


Það er mikilvægt að skilja ferlið sem viðskiptavinurinn þarf að fara í gegnum áður en hann er tilbúinn að kaupa af þér. Ef þú skilur það ferli, þá ertu betur í stakk búinn til að nýta markaðsaðgerðirnar þínar og skilaboðin markvisst til að færa hann í gegnum það og að kaupum.

Fyrsta skrefið er einfaldlega að fólk viti að þú ert til - vitund. Það þýðir ekki bara að fólk hafi séð þig einu sinni eða tvisvar, það þarf að hafa virklega tekið eftir þér til að hægt sé að segja að vitund sé til staðar. Það er ansi erfitt að fá einhver til að kaupa af manni sem veit ekki einu sinni að maður er til, ekki satt? ;)

Þó svo að fólk viti að þú ert til, þá er ekki þar með sagt að það hafi áhuga. Og ef fólk hefur ekki áhuga á fyrirtækinu þínu, vörunni eða þjónustunni, þá nær þetta ekki lengra. Þú verður að vekja áhuga þeirra til að fá þau til að vera tilbúin að hlusta og taka til greina það sem þú ert að segja. Það er ekki fyrr

Lógóið þitt: Hvernig kaupirðu þér andlit?


Fyrir mörgum árum síðan sat ég fund með snilldar branding ráðgjafa og forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins. Ráðgjafinn var að kynna þjónustu sína fyrir forstjóranum og hafði sýnt honum frábær dæmi og komið með mjög flottar tillögur að því hvernig stofan hans gæti hjálpað við að færa fyrirtækið upp á hærra plan. Ég man að ég var algjörlega heilluð. Ég hef alltaf elskað branding hliðina á markaðsfræðunum og eftir að hafa setið í gegnum þessa kynningu þá fannst mér hún bara ennþá meira spennandi.

Eftir um klukkustundarlangan fund leit forstjórinn á ráðgjafann og sagði (á ensku): "Svo þú vilt breyta lógóinu okkar?" Ég átti ekki til orð. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Sú staðreynd að forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins héldi að branding snérist bara um að breyta lógóinu gjörsamlega fríkaði mig út. Ef stóru strákarnir fatta ekki um hvað branding snýst, hvernig er þá hægt að ætlast til að fólk í minni fyrirtækjum skilji það?

Sem betur fer eru ekki allir eins og þessi annars ágæti forstjóri. Það gleður mig að segja að fleiri og fleiri aðilar eru að átta sig á því um hvað branding snýst og að það snýst um svo miklu miklu meira en bara logo. Tjékkaðu á bloggpóstasafninu mínu um branding ef þú vilt vita meira :) Í þessum pósti langar mig hinsvegar að tala aðeins meira um lógóið, vörumerkið sjálft. Því að þó að lógó sé ekki það sama og brand, þá er það mikilvægur hluti af því. Það má segja að lógóið sé andlit brandsins þíns. Það er oft það fyrsta sem fólk sér frá þér og jafnvel lengi vel það eina, og það er því mikilvægt að það komi réttum skilaboðum áleiðis.

Lógó er í rauninni alls ekki einfalt mál


Lógóið þitt er andlit fyrirtækisins þíns, vörunnar eða þjónustunnar. Lógóið þarf að koma réttu skilaboðunum á framfæri. Það verður að vera "on brand". Lógóið er oft lítið tákn eða mynd, og þarf að sýna brandið þitt á einfaldan hátt, jafnvel bara með stöfunum (e. logotype). Það þarf að aðgreina þig á markaði og það þarf að vera auðþekkjanlegt og eitthvað sem fólk tekur eftir.

Lógó þarf að aðlaga sig að ýmsum aðstæðum.