Efnismarkaðssetning

Markaðsstarf er að breytast. Það hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu 10-20 árum.  Með tilkomu internetsins, samfélagsmiðla, snjallsíma o.fl. snýst markaðsstarf sífellt minna um einhliða útsendingar á kynningar efni og meira um að draga fólk til sín.

Markaðsstarf snýst minna um að grípa fólk en meira um að vera til staðar og vera á réttum stað þegar fólk leitar eftir einhverju sem tengist því sem þú hefur að bjóða.

Markaðsstarf snýst minna um að ýta hlutum upp á fólk og meira um að laða fólk að sér.

Á ensku er gjarnan talað um að við séum að færast frá outbound marketing yfir í inbound marketing.

Hluti af því að laða að sér fólk er að búa til efni og miðla því til fólks. Efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það - því eins og ég hef svo oft talað um áður, þá snýst markaðssetning um að byggja upp samband - samband sem leiðir m.a. til viðskipta fyrir þig.

Þetta má kalla efnismarkaðssetningu, eða á ensku content marketing.

Hér fyrir neðan má finna valið efni frá mér um efnismarkaðssetningu, sem getur hjálpað þér að átta þig betur á því hvað það er og hvernig þú gætir nýtt hana í markaðsstarfinu:

Komdu þér að efninu

Hluti af því að laða að sér fólk er að búa til efni og miðla því til fólks...Þetta má kalla efnismarkaðssetningu, eða á ensku content marketing.

Gefðu, gefðu og gefðu meira

Af hverju á ég að gefa svona mikið og hvað gerir það fyrir mig?

Ekki byggja á sandi

Þú verður að vita við hverja þú ert að tala og hvernig þú vilt birtast þeim til að nota efnismarkaðssetningu á áhrifaríkan hátt.

Sköpun og skipulag

Það þarf ákveðnar aðferðir og skipulag til að geta dælt út gæðaefni jafnt og þétt.

Ætlarðu að skilja peningana eftir á borðinu?

Efnismarkaðssetning er alltaf hluti af markaðssetningunni þinni - spurningin er hvort þú ætlar að nýta hana í botn til að ná árangri, eða bara treysta á guð og lukkuna ;)

Að kenna viðskiptavininum - hvernig efnismarkaðssetning getur auðveldað þér viðskiptin


Hér geturðu séð fyrsta vídeóið í þjálfunarprógramminu mínu um efnismarkaðssetningu (ath - þegar þú lest þetta er ekki víst að þetta prógramm sé í boði):






No comments:

Post a Comment