Branding

Brandið er hjartað í markaðsstarfinu þínu. Sterkt brand getur gefið fyrirtækinu byr undir báða vængi. "Branding" er ferlið við að byggja það brand og það er mjög mikilvægt að taka brand uppbygginguna í sínar hendur og treysta ekki bara á guð og lukkuna og vona að þetta gangi allt saman upp.

Branding hefur lengi verið álitið eitthvað sem er bara á færi stórra fyrirtækja, stórra fyrirtækja með fullt af peningum, en þetta er mikill misskilningur. Branding er aðferðafræði og eitthvað sem þú getur algjörlega nýtt þér í fyrirtækinu þínu - og átt að nýta þér - alveg sama hvaða fjárráð þú hefur. Til að fá að vita meira um brand og branding, tjékkaðu á blogg póstunum hér fyrir neðan ;)

Hvað er brand?
Ég ætla að ljóstra upp um hernaðarleyndarmál og segja þér að brand er ekki bara eitthvað fyrir stór fyrirtæki heldur er sterkt brand það öflugasta markaðstól sem þú getur byggt upp fyrir fyrirtækið þitt, af hvaða stærð og gerð sem það er.

Markaðssetning er "branding"
Ég ákvað að fá til liðs við mig tvo af uppáhalds gúrúunum mínum úr stjórnunar- og markaðsfræðunum til að koma til skila hversu mikilvæg markaðsmálin eru: Peter Drucker og Al Ries. Þannig að "don't just take my word for it" - þeir geta sko heldur betur sagt þér hvernig þetta er! :)

Branding I: Hvað er brandið þitt?
Alveg sama hvað - þú ert alltaf með brand. Ætlarðu að treysta bara á guð og lukkuna með hvort það hjálpar þér eða skemmir fyrir þér?


Branding II: Í hvaða skúffu viltu vera?
Í hvaða skúffu viltu að brandið þitt sé og ertu að koma því kýrskýrt til skila? ;)


Brand tengingar
Brand tengingar eru það sem gerir brönd áhugaverð, fær fólki til að líka við þau og treysta þeim og þar með hjálpar til að fólk kaupi af þeim. Hvað viltu að fólk hugsi og hvaða tilfinningar vilt þú vekja þegar fólk hugsar um fyrirtækið þitt, vöru eða þjónustu?

Snertipunktar við brandið
Nýttu hvern einasta mögulega snertipunkt við brandið þitt til að byggja það upp.
Branding: Verum öðruvísi! Verum hugrökk!

Auðvitað eigum við að leitast við að gera eins vel við viðskiptavini okkar og við mögulega getum en það er hinsvegar grundvallargalli fólginn í því að ætla að aðgreina sig frá samkeppninni með því að vera "betri".

Lógóið þitt: Hvernig kaupirðu þér andlit?
Lógóið er andlit brandsins þíns og þess vegna mjög mikilvægt. Myndirðu leyfa hverjum sem er að búa til á þig andlit? Og hvernig tryggirðu að þú fáir það andlit sem þú vilt?

No comments:

Post a Comment