Mældu árangur erfiðisins þegar kemur að markaðsstarfinu


Mælir þú árangurinn af markaðsstarfinu þínu? 

Það er klisja: "You can't manage what you can't measure" eða "Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki stjórnað því" en klisjur eru klisjur af ástæðu. Og ástæðan er oftar en ekki sú að það er sannleikskorn í þeim.
  • Hvernig veistu hvort hlutirnir eru að virka eða ekki?
  • Hefurðu efni á að eyða tíma í hluti sem virka ekki?
  • Hefurðu efni á að eyða peningum í hluti sem virka ekki?
  • Er einhver ástæða til að vera að gera hluti sem virka ekki fyrir þig?
Tryggðu að í hvert skipti sem þú gerir eitthvað í markaðstarfinu, eins og að setja upp Facebook síðu, nota Google auglýsingar, setja auglýsingu í blaðið, eða hvað sem þú ert að gera, að þú vitir til hvers þú ert að gera það. Hvað viltu að þessi markaðsaðgerð geri? 

Hugsaðu um markaðsferlið - og ef þú þekkir það ekki, þá geturðu lesið um það hér. Ertu að gera þetta til að láta vita af þér, til að vekja áhuga, fá fólki til að lika við þig eða treysta þér, gefa fólki "smakk" af því sem þú hefur upp á að bjóða, ýta við fólki að ganga frá sölunni, fá meiri viðskipti
út úr núverandi viðskiptavinum eða fá núverandi viðskiptavini til að láta aðra vita af þér? Hvað er hlutverk þessarar tilteknu aðgerðar? Hvað viltu að þetta geri? Hvernig á þessi markaðsaðgerð að leiða fólk áfram í markaðsferlinu? Og hugsaðu svo um hvernig þú getur mælt hvort aðgerðin gerir það sem þú vilt að hún geri.

Þetta kallar á að markaðsaðgerðirnar þínar vinni saman, spili saman eins og hljóðfæri í sinfóníunni og styðji við hverja aðra.

Hér eru nokkur dæmi um hvað þú gætir viljað að markaðsaðgerðinar þínar gerðu og hvernig þú gætir mælt það:

  • Hvað viltu að fólk geri þegar það sér Facebook auglýsinguna þína? Viltu að þau smelli á hana og skrái sig á póstlista? - notaðu þá "conversion pixel" til að mæla hversu margir skrá sig.
  • Viltu auka traffík frá twitter inn á vefsíðuna þína? Notaðu Hootsuite til að tvíta og þá mæla þeir hversu margir smella á hlekkinn - og notaðu svo Google Analytics á vefsíðuna þína til að sjá hversu mikil traffík er að koma frá twitter og hvort að það sem þú ert að gera er að auka hana.
  • Ef þú selur beint í gegnum vefsíðuna þína, ertu að selja? Hversu margir koma á tiltekna síðu á vefnum og hversu margir af þeim kaupa svo? Ef þú færð fullt af traffík en enga sölu, þá veistu að síðan er líklega vandamálið. Hvernig geturðu bætt hana til að klára meiri sölu?

Það er fullt af hlutum sem þú getur verið að mæla. Ef þú veist nákvæmlega hverju  þú vilt vera að ná fram með því sem þú ert að gera, þá er mun auðveldara að mæla hvort þú ert að ná því. Ég mæli með því að gera færri hluti vel og vera viss um að þeir virki heldur en að gera fullt af hlutum og hafa ekki hugmynd um hvort þeir eru að virka fyrir þig.

Hvernig geturðu mælt árangurinn af því sem þú ert að gera í markaðsstarfinu þínu? Það er áskorun og vinna, en vildu heldur hlaupa eins og hamstur í hjóli eyðandi tíma, orku og peningum, og hafa ekkert upp úr krafsinun?




No comments:

Post a Comment