Eitt af því sem maður er alltaf að reyna að segja fólki sem þarf að markaðssetja vöruna sína eða þjónustu, er að vera öðruvísi, vera sérstakur, áhugaverður, skipta fólk máli. Ég er á því að maður eigi alltaf að vinna að því að fá ákveðinn hóp fólks til að elska fyrirtækið þitt, vöruna eða þjónustuna. Og fyrir vikið halda sumir stundum að ég sé barasta rugluð!
En veistu, neibb, ég er það ekki. Mamma sagði alltaf við mig, “ef það er þess virði að gera hlutina, þá er þess virði að gera hlutina vel”. Fyrirtækið þitt, varan eða þjónustan er ekki einhver smá partur af lífinu sem er allt í lagi að láta bara malla. Ef þú ert með eigið fyrirtæki, viltu þá ekki gera hlutina eins vel og mögulegt er? Fá eins mikið og mögulegt er út úr því? Og viltu ekki hafa gaman í vinnunni? Gamanið kemur með því að gera hlutina vel, stefna lengra, og skapa eitthvað spennandi, eitthvað óvenjulegt, eitthvað áhugavert. Geeeeeeeeeeeeeeerðu það, ekki vera leiðinleg(ur)!
Ég setti saman Pinterest töflu með upplýsingum og dæmum um hvernig þau gera þetta. Kíktu á hana - þetta er algjör snilld og ætti að vera þér innblástur til að gera hlutina áhugaverða, alveg sama hvað þú ert að selja! Pinterest.com/thoranna/fantastic-marketing-and-branding-poo-pourri/
Ég vil aldrei aldrei aldrei aftur heyra að einhver sé með vöru eða þjónustu sem er ekki hægt að gera eitthvað áhugavert við!
Hvernig ætlar þú að gera þína vöru eða þjónustu áhugaverða - og eitthvað sem fólk getur elskað?
Í MáM þjálfuninni er mikil áhersla lögð á branding, og inni í þeirri vinnu að finna hvað það er sem er áhugavert við vöruna þína eða þjónustu og hvernig þú getur komið því á framfæri og fengið fólk til að elska það sem þú hefur að bjóða.
No comments:
Post a Comment