Get ÉG ábyrgst árangurinn ÞINN?

Það kemur oftar en ekki fyrir þegar maður ræðir við fólk sem er í leit að aðstoð við markaðsmálin að það er búið að prófa eitt og annað. Það er ekki ósjaldan sem fólk segir mér að það hafi nú auglýst í útvarpinu, eða keypt auglýsinu í blaðinu, og skilur ekkert af hverju það virkaði ekki. Svo réð það almannatengslastofu og því næst einhvern til að græja leitarvélarbestun og það bara skilur ekki að það sá engan varanlegan árangur - ef nokkurn. Svo kemur það til mín og leitar ráða og oftar en ekki spyr það hvenær það geti búist við að sjá árangur af vinnunni. Því hann þarf helst að sjást á morgun.

Þetta minnir mig svolítið á það sem ég hef lesið mér til um barnauppeldi. Ég á tvö börn (fædd 2004 og 2008) og er þessi týpa sem las allar óléttubækurnar á meðgöngunni og uppeldisbækurnar á meðan barnið var enn ekki farið að ganga. Eitt af lyklunum við barnauppeldi er samræmi yfir lengri tíma. Að nota alltaf sömu aðferðirnar. Ef þú byrjar að nota 1, 2, 3 aðferðina, haltu þig þá við hana. Ef þú notar “timeout” þá þarftu að halda þig við að gera það og það tekur tíma þar til þetta fer allt að virka almennilega. Flest okkar könnumst við foreldra sem hlaupa úr einu í annað, nota þessa aðferðina einn daginn og hina hinn daginn og skilja ekkert af hverju börnin vaða upp um alla veggi.

Þetta er alveg eins í markaðsstarfinu. Ef við hlaupum alltaf í sitt hvora áttina reynandi þetta í dag og hitt á morgun þá er aldrei neitt að fara að virka. Ég er ekki að segja að maður eigi að berja hausnum við steinninn og halda áfram án þess að breyta nokkru þegar það er greinilegt að hlutirnir gera ekkert gagn, en við verðum að gefa þeim sjéns. Við verðum að gefa þeim tíma. Markaðssetning, alveg eins og barnauppeldi, er maraþon - ekki spretthlaup.

Fyrir ykkur sem lesið þetta og kannist ekki við þetta með barnauppeldið, þá er kannski gagnlegra að setja þetta fram í samhengi við vigtina og ræktina. Ef að ég svelti mig þess vikuna, fer á LKL hina vikuna, South Beach næstu vikuna og gerist svo grænmetisæta vikuna þar á eftir, þá er ekki líklegt að ég nái miklum árangri. Eða ef ég fer í ræktina í fjóra tíma í dag en svo ekkert í viku, og svo fimm tíma á dag í 3 daga og svo ekkert í mánuð. Við vitum að við þurfum að vinna jafnt og þétt að markmiðunum okkar og gefa hlutunum tíma. Þannig næst varanlegur árangur.

Þess vegna þarftu að leggja góðan grunn að markaðsstarfinu, velja þær aðgerðir sem eru líklegastar til að virka, vinna þær jafnt og þétt og vel og gefa þeim tíma.

Ég var spurð um daginn hvort ég gæti ábyrgst árangurinn af MáM þjálfuninni minni. Svarið er einfalt: Nei. Ekkert frekar en einkaþjálfarinn í ræktinni getur ábyrgst árangurinn þinn. Það ert þú sem þarft að vinna vinnuna. Ég get leitt þig rétta vegu og gefið þér tækin og tólin, en það er þitt að nýta þau. Alveg eins og það er þitt að mæta í ræktina og gera æfingarnar.

Og það er munurinn á þeim sem ná árangri og þeim sem gera það ekki. Hvernig þú notar það sem þú færð í hendurnar. Það er ástæðan fyrir því að sumir eru í brjáluðu formi og aðrir ekki og ástæðan fyrir því að sum fyrirtæki rokka feitt í markaðsstarfinu og önnur ekki.

Hey, ef þetta væri auðvelt, þá værum við öll búin að gera þetta ;)

Ef þú vilt taka markaðsmálin föstum tökum, skráðu þig þá á póstlistann og fylgstu með þegar allar upplýsingar koma um MáM bootcampið sem fer í gang á næstunni. Þar færðu tækin, tólin og aðhaldið, og ef þú tekur það sem ég gef þér og vinnur vinnuna þína vel og gefur því tíma - þá get ég lofað að þú sérð árangur!

P.s. 9 ára dóttir mín sagði mér brandara um daginn um mann sem ákvað að synda yfir Ermasundið. Þegar hann var kominn hálfa leið þá gafst hann upp og synti til baka! Ha ha ha ha ... einmitt ;)

Að kenna viðskiptavininum - hvernig efnismarkaðssetning getur auðveldað þér viðskiptin ;)



Í síðustu viku sýndi ég upptöku af fyrirlestri sem ég var með hjá Nýsköpunarhádegi Klak Innovit um efnismarkaðssetningu. Eitt af því sem ég minntist á þar var hvernig efnismarkaðssetning getur gert sambandið við viðskiptavininn mun betra, með því að fræða hann...
Flest okkar kannast við erfiða viðskiptavini, hvort sem það er að selja þeim til að byrja með, eða að vinna með þeim. Það eru ýmsar ástæður fyrir því (sumir eru bara svona ;) en í mjög mörgum tilfellum er hægt að minnka erfiðleikastigið með efnismarkaðssetningu. Með því að fjalla um hluti í kringum það sem þú gerir og uppfræða viðskiptavininn geturðu verið búinn að fjarlægja mikið af vegatálmunum og jafnvel opna dyrnar að því að selja þeim hluti sem annars væri erfitt að selja þeim.
Það er sennilega best að sýna þetta með dæmum:
Með því að fjalla um hvernig góður undirbúningur getur leitt til betri vefsmíði og þess að verkinu lýkur fyrr og innan fjárhagsáætlunar getur vefstofa hvatt viðskiptavini sína til að þess að koma betur undirbúnir að borðinu. Hún getur m.a.s. verið búin að fræða viðskiptavininn um það í hverju sá undirbúningur felst.
Sama vefstofan getur líka verið búin að fjalla um mikilvægi leitarvélabestunar og efnismarkaðssetningar, og þannig undirbúið jarðveginn svo að auðveldara verður að sannfæra viðskiptavininn um að hann þurfi að nota þessi tól og jafnvel selja viðskiptavininum þjónustu í kringum það.
Snyrtistofa getur fjallað um hvernig hinar ýmsu meðferðir fara fram og kosti þeirra. Ef að ég er t.d. búin að lesa um hvað ég græði á því að koma reglulega í andlitsbað, í stað þess að koma bara af og til, þá er ég líklegri til að koma reglulega en ella.
Einkaþjálfari getur fjallað um kosti þess að æfa á þennan hátt frekar en hinn þannig að þegar viðskiptavinurinn kemur í þjálfun þá skilur hann af hverju verið er að velja þær æfingar sem valdar eru. Þá er viðskiptavinurinn ánægður og þjálfarinn þarf ekki að eyða tíma í að útskýra af hverju hlutirnir eru gerðir svona en ekki hinsegin.
Hönnuður eða listamaður getur sagt frá pælingunum að baki verkunum, af hverju þessi og hin efni eru valin, hvernig þau eru unnin og þannig vakið áhuga og sýnt fram á gæði og virði þess sem verið er að selja. Að ekki sé minnst á að leyfa fólki að kynnast sér, sem myndar mun sterkari og skemmmtilegri tengingu fyrir viðskiptavininn.
Sjálf finn ég að ef að einhver hefur samband við mig eftir að hafa verið á póstlistanum mínum í einhvern tíma, þá er allt allt annað að tala við og vinna með viðkomandi heldur en t.d. þegar einhverjum hefur verið vísað á mig sem veit í rauninni ekkert um markaðsmál og hefur ekki fylgt mér áður. Þá veit sá hinn sami ekkert hvernig ég vinn og í markaðsmálunum er það oft svo að þegar fólk hefur ekki þekkingu á þeim, þá heldur það að hægt sé að smella fingrum og láta hluti gerast án nokkurrar fyrirhafnar - sem þú veist, af því þú lest pistlana mína, að er ekki alveg málið. Hinsvegar er hægt að gera hluti án mikils fjármagn og ná meiri árangri með því að vita hvað maður gerir, ó já, en þú uppskerð eins og þú sáir. Markaðsmálin eru nebblega ansi misskilin, skal ég segja þér :)
Hvað myndir þú vilja að viðskiptavinir þínir vissu um það sem að þér snýr? Hvað myndi hjálpa þér að eiga við erfiða viðskiptavini? Hvað myndi hjálpa þér að selja vöruna þína eða þjónustu? Hvernig geturðu notað það í efnismarkaðssetningu?
Segðu frá áskorunum þínum í ummælunum og kannski get ég eitthvað hjálpað ;)

Með því að þekkja markhópinn þinn almennilega geturðu betur skilið hvað þú þarft að segja og gera til að fá hann í viðskipti. Þess vegna er markhópagreining svona mikilvægur hluti af MáM þjálfuninni.
Vissirðu að MáM býður upp á þjálfunarprógramm í efnismarkaðssetningu? Tjékkaðu á því á mam.is/efnismarkadssetning

Efnismarkaðssetning - hvað er nú það?

Í síðustu viku hélt ég fyrirlestur á Nýsköpunarhádegi Klaks Innovit um efnismarkaðssetningu. Ég hef skrifað töluvert um hana, en ég held að þeir sem hafa lesið það geti líka notið góðs af þessum stutta fyrirlestri.

Til að gera þetta enn betra var með mér Ragnheiður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, sem talaði um hvernig Hugsmiðjan notar efnismarkaðssetningu hjá sér, en þau kýldu á hana af fullum krafti eftir að við höfðum unnið saman stefnumótunarvinnu fyrir þau haustið 2012 og það er frábært að sjá hvað þau hafa náð góðum árangri með hana.

Endilega horfðu - og ég ætla svo að leggja aðeins meira út frá þessu í næstu viku ;)



Efnismarkaðssetning (e. Content marketing) - Nýsköpunarhádegi Klak Innovit og Landsbankans from Innovit TV on Vimeo.


Og ekki hika við að nota þessa fínu litlu takka hérna fyrir neðan til að deila boðskapnum ;)