Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)



Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;)   Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :)  Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :)

Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :)   ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að kenna heiminum markaðsfræðin. Sérstaklega þeim sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fyrirtækið er ekki bara fyrirtæki heldur stór partur af lífinu og tilverunni. Mig langar að kenna þeim markaðsfræðin sem stofna fyrirtæki af því að þá dreymir stóra drauma. Hverjir sem þessir draumar eru. Fyrir suma snýst þetta um frelsi, um að vera sinn eigin herra, að hjálpa fólki, og fyrir suma fyrst og fremst um peninga - það er svo margt sem liggur að baki. En það er semsagt það sem ég brenn fyrir. Mig langar að hjálpa til við að byggja upp fyrirtæki sem fólk elskar - sem fólk elskar að eiga viðskipti við en ekki síður fyrirtæki sem eigendurnir elska að reka. Syndin er að allt allt of mörg frábær fyrirtæki deyja vegna þess að það skortir þekkingu á markaðsmálunum. Og það viljum við ekki!

Markaðsmálin eru hinsvegar orðinn þokkalegur frumskógur! Ég er markaðsnörd. Ég nördast í markaðsmálunum allan daginn og ég verð m.a.s. stundum ringluð. Eftir að í bættist netið, samfélagsmiðlarnir, snjallsímar o.s.frv. o.s.frv. - eru möguleikarnir endalausir, tækifærin endalaus, og endalausir hlutir sem hægt er að klúðra. Svo ég tók mig til og skrifaði bók! Er það ekki það sem maður gerir þegar mann langar að kenna einhverjum eitthvað? ;)

Ég vona að þessi bók gefi þeim sem ekki eru sérfræðingar í markaðsmálunum góðan grunn sem þeir geta byggt markaðsstarfið á og hjálpi fólki að átta sig á þessu öllu saman. Það virðist bara hafa tekist nokkuð vel - ég hef a.m.k. fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim sem hafa fengið að lesa bókina nú þegar og þú getur séð ummæli frá sumum þeirra hér (þar sem þú getur líka náð þér í sýnishorn úr bókinni ;)  http://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Í bókinni er farið yfir þau fimm atriði sem liggja til grundvallar öflugu markaðsstarfi: markhópana, samkeppnina, brandið, markaðssamskipti (aðgerðirnar) og markaðskerfið. Svo er planið að kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm atriða í bókum sem koma út í framhaldinu og gefa þér þannig allt sem þú þarft til að taka þetta markaðsdót allt saman í nefið! :)

Ég vona að þú grípir þér eintak af sýnishorninu. Um leið og bókin kemur út þá læt ég þig vita og þá gætirðu nælt þér í hana frítt fyrstu dagana eftir að hún kemur út á Amazon. Gríptu sýnishornið, og fylgstu svo vel með tölvupóstinum þínum til að grípa frítt eintak! Ekkert nema gróði! ;)

Já og þeir sem næla sér í sýnishorn eru svo velkomnir í Marketing Untangled Series hópinn á Facebook þar sem við ræðum markaðsmálin. Ég kíki reglulega inn og tek þátt í umræðum og svara spurningum. Endilega komdu og vertu með!

Jæja - eigum við ekki að fara að rokka þessi markaðsmál?!

xo

Þóranna

p.s. hér er hlekkurinn aftur, bara svona til öryggis ;)  http://thoranna.is/marketinguntangledfree/



No comments:

Post a Comment