Þorirðu að vera bleik(ur)?!

Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :)

Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér:

Vinur minn: "Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart ... og ég er ennþá að reyna að ná utan um..."

Ég:  "Aha - hvað?"

Vinur minn:  "Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn ... var það planið? :) "

Ég: "Óóóóóóóóóóóóóóó já :) "

Vinur minn:  "Ó ... Hélt 'etta væri kannski mistök í prentsmiðjunni... djóóóóóók :) "

Ég:  "Eins og ég - big, bold and unapologetic ;)  "

Vinur minn:  "Samfella í öllum skilaboðum frá þér. Þóranna ... bleika brandið!"

Ég: "Fer ekki framhjá neinum og fælir frá þá sem myndu aldrei fíla mig hvort eð er og ég nenni ekki að vinna með ;)  "

Vinur minn: "Ha ha ha ... gott að sía það lið út strax á fyrsta degi!"

Ég: "Yep - eitt það dýrmætasta sem ég hef lært í business er að þekkja þá sem eru ekki "good business" og fæla þá strax frá. Það fer svo mikill tími og orka í að tala við þau. "I don't mean to be evil or anything" :)   Nei, en grínlaust, það fer allt of mikill tími í fólk sem ekki er rétt fyrir mann og með því að koma bara með hlutina út strax þá sparar maður öllum tíma og hausverk :)  "

Vinur minn: "Ég er alveg sammála þér."

Ég:
"Ehaggi ... þetta er tricky og eitthvað sem er bara hægt að læra - maður getur ekkert séð þetta nógu vel fyrir."

Vinur minn: "Ég er að læra að þekkja merkin á svona "tirekickers"... sumir gefa frá sér svona "ætli ég þurfi ekki að skoða þessi mál eitthvað" vibe... það vekur ekki upp tiltrú að viðkomandi setji sig í gírinn og komi einhverju markvissu í verk."

Ég: "Ég þoli einmitt ekki "tire kickers"."

Þó að margir séu ekki tilbúnir að segja það upphátt, þá eru margir sem skilja nákvæmlega hvað við eigum við í þessu samtali. Ég er mjög oft spurð af hverju ég valdi þennan sterka bleika lit, og hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að það fæli fólk frá - og jafnvel hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að hann verði til þess að karlmenn vilji ekki eiga viðskipti við mig. Mitt svar er einfalt: Ef bleiki liturinn er vandamál fyrir fólk þá kem ég til með að vera vandamál fyrir fólk. Því fólki á ég eftir að finnast ég of "in your face", of orkumikil og of lífleg. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan lit er sú að hann er algjörlega táknrænn fyrir mig og gefur frá sér réttu merkin til fólks þannig að það fær strax á tilfinninguna hvernig ég er.

Hver ert þú og hvernig kemur þú því til skila til umheimsins þannig að þú laðir að þér fólkið sem þú vilt eiga viðskipti við og látir hina vita bara strax að þið passið ekki saman - og sparar þér og þeim þannig tíma? :)

No comments:

Post a Comment