Dæmi úr reynslubanka markaðsnörds

Númer 1


Viðmælandi: “Mig vantar aðstoð með markaðsmálin. Getur þú aðstoðað mig?”

Markaðsnörd: “Það eru góðar líkur á því”

Viðmælandi: “Geturðu græjað fyrir mig … [hér koma ýmsar útfærslur af hlutum eins og Facebook auglýsingum, Google auglýsingum, vefsíðu og bara svona almennt að græja hitt og þetta svona taktískt]?”.

Markaðsnörd: “Hver er markhópurinn?”

Viðmælandi: “Bara allir”

Markaðsnörd: “Hverjir eru helstu samkeppnisaðilar?”

Viðmælandi: “Ég þarf ekkert að pæla í þeim”

Markaðsnörd: “Hvernig er brand stefnan þín?”

Viðmælandi: “Brand hvað…? - ég er ekki með neitt svoleiðis”

Markaðsnörd: “Hvað hefurðu verið að gera í markaðsstarfinu hingað til?”

Viðmælandi: “Ég var með [hér koma ýmsar útfærslur af hlutum eins og útvarpsauglýsingum, blaðaauglýsingum, Facebook auglýsingum og hinu og þessu] þarna um daginn en það kom nú sosum ekkert út úr þeim”

Markaðsnörd: “Má ég leggja til að við byrjum á því að vinna grunnvinnuna, skoða markhópana þína, samkeppnina og hvaða brand þú vilt byggja upp og svo byggt á því að gera markvissa aðgerðaáætlun og prógramm fyrir markaðsstarfið þitt?”

Viðmælandi: “Getur þú ekki bara gert þetta fyrir mig?”

Markaðsnörd: “Nei því miður, við þurfum alltaf að vinna saman að þessu. Þetta er þitt fyrirtæki, sem þú þekkir manna best og veist hverjum þú vilt vinna með og hver þú ert og þ.a.l. hvernig þú vilt að fyrirtækið þitt birtist heiminum. Auk þess er dýrt að kaupa mig til að sjá um þetta í framhaldinu. Það myndi þá borga sig frekar að ráða manneskju, ef þetta er ekki eitthvað sem þú ert tilbúinn að gera sjálf(ur), og þar sem þú ert að leita til mín þá grunar mig að það sé ekki inni í myndinni.”

Viðmælandi: “Ég nenni ekkert að standa í þessu.”

Númer 2


Viðmælandi: “Mig vantar aðstoð með markaðsmálin. Getur þú aðstoðað mig?”

Markaðsnörd: “Það eru góðar líkur á því”

Viðmælandi: “Ég geri mér grein fyrir að ég þarf að hafa skilning á þessu og að þó að ég fái aðstoð við þetta, eða mögulega ráði einhvern síðar meir, þá er þetta mitt fyrirtæki og markaðsmálin það sem nær í viðskiptin. Ég vil þess vegna setja mig vel inn í þetta, þó ég fái síðan meiri hjálp með eitt og annað. Getur þú hjálpað mér með það?”.

Markaðsnörd: “Já klárlega. Besta leiðin er að þú vinnir skýra markaðsstefnu með minni aðstoð, fáir markhópana þína á hreint, skoðir samkeppnina vel, farir í stefnumótun fyrir brandið þitt og svo geturðu gert skilvirkt plan um hvaða markaðsaðgerðir þú ætla að nota og hvernig þú getur skipulagt þær þannig að þær verði sem áhrifaríkastar og hagkvæmastar.”

Viðmælandi: “Mér líst vel á það. Hvenær getum við byrjað?”

Markaðsnörd: “Þú getur ýmist byrjað núna strax og unnið sjálfsætt en þó með aðgang að mér á netinu og með ráðgjöf yfir netið ef á þarf að halda, eða þú getur verið með í Bootcamp í haust þar sem hópur fólks fer saman í gegnum þetta ferli og þannig færðu meira aðhald og stuðning bæði frá mér og hinum þátttakendunum.”

Viðmælandi: “Þetta hljómar vel. Hvernig skrái ég mig?”

Markaðsnörd: “á www.mam.is ef þú vilt byrja strax, og á www.mam.is/bootcamp ef þú vilt vera með í haust”

Viðmælandi: “Frábært - ég kýli á það”

Hvor heldurðu að sjái meiri árangur í markaðsstarfinu sínu?
No comments:

Post a Comment