Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó?



Skiptir útlitið máli? Skiptir máli hvernig brandið þitt lítur út? Ég meina, er það ekki bara það sem fyrirtækið þitt gerir sem skiptir máli? Hmmmmm…

Einfalda svarið er: Já. Það er nefnilega bara svo einfalt að við dæmum bókina eftir kápunni. Fötin skapa manninn. Og alveg eins og fötin segja manni mjög mikið um fólk, þá segir brand útlitið mjög mikið um fyrirtækið þitt, vörurnar þínar og þjónustu.

Hvað geturðu t.d. sagt mér um þessa konu hérna?


En þessa?


Við verðum barasta að viðurkenna það að við þurfum ekki nema að sjá fólk til að fá mjög sterka hugmynd um það hvernig við teljum að viðkomandi sé - og það er alveg eins með fyrirtækið þitt. Og útlitið á því sem frá því kemur gæti verið að segja fullt af hlutum sem þú barasta vilt ekkert að það segi!

Hvað er brand útlitið þitt að segja umheiminum? Veistu hvað þú vilt að það segi. Ef þú veist það ekki, þá veistu heldur ekki hvort brand útlitið er að vinna fyrir þig, eða á móti þér, eða bara ekki að gera neitt fyrir þig - og það er ýmist mikil áhætta, eða sóun á tækifæri. Brandið þitt þarf að líta einhvern veginn út - er þá ekki betra að nýta það til að koma því til skila sem þú vilt koma til skila. Hvort sem það er að brandið sé formlegt, svolítið klikkað, náttúruverndarsinna, djammarar eða barasta hvað sem er. Svo grundvallaratriðið er að vita hvaða skilaboð þú vilt að brand útlitið sendi - og síðan þarftu að tryggja að það sendi þau.

Hefur þú einhvern tímann tekið saman allt markaðsefnið þitt og sett það upp einhverstaðar þar sem þú getur fengið heildaryfirsýn yfir það? Ef þú hefur ekki gert það, þá mæli ég eindregið með því að þú gerir það. Týndu saman bókstaflega allt. Taktu skjámynd af vefsíðunni, Facebook síðunni og öllu öðru efni frá þér á netinu og prentaðu það út í lit. Tíndu saman bréfsefni, nafnspjöld, bæklinga o.s.frv. Prentaðu út auglýsingar ef þú notar þær og taktu myndir af skrifstofunni, versluninni eða öðru því rými sem þú starfar í - og sérstaklega ef það er rými sem viðskiptavinurinn kemur inn í - þó að það sé líka alveg jafn mikilvægt að koma brand skilaboðunum inn hjá starfsfólkinu þínu. Hengdu þetta allt upp á vegg, eða leggðu þetta allt á stórt borð, eða hreinlega á gólfið.

Skoðaðu svo hvort það er að segja það sem þú vilt að það segi. Ef ekki - hverju þarf að breyta? Hvað ætlarðu að gera í því? Þetta er allt of mikilvægt til að taka þetta ekki föstum tökum og nota þetta til hámarks árangurs!


Límir þú á veggina hjá þér?

Ég er að taka til. En þú? Það er hrikalega hollt að taka til hjá sér reglulega. Ég er reyndar ekki nógu dugleg við það, en það er gott þegar maður fær spark í rassinn. Í þetta skiptið var sparkið umsóknir um nýsköpunarstyrki. Nú er planið að bera MáM boðskapinn út um víða veröld, auk þess sem ég var að aðstoða við aðrar umsóknir. Og þegar maður biður hið opinbera um aðstoð við að fjármagna það, þá er sko eins gott að maður geti útskýrt hvað maður ætlar að gera og hvernig maður ætlar að gera það! ;)

Þetta er hinsvegar eitthvað sem maður á ekki að þurfa spark í rassinn við. Í hvert skipti sem ég geri þetta þá minnir þetta mig á hvað það er mikilvægt að setja hlutina skýrt og skilmerkilega niður fyrir sig. Þetta er svolítið eins og þegar maður er að flytja í nýtt hús. Það er svo hollt og svo mikil hreinsun. Henda út því sem maður þarf ekki, gera sér grein fyrir því hvað mann vantar. Út með ruslið, inn með eins og afrakstur einnar góðrar ferðar í Ikea og skipulagið í lag!  ;)

Eitt af því gagnlega sem kom út úr þessari vinnu hjá mér var að ég hreinsaði til í markaðsmálunum hjá mér. Ég reyni að gera það reglulega. OK, ég er, eins og ég hef sagt einhvern tímann áður, á fleiri samfélagsmiðlum en ég mæli með, svona af því að í mínum bransa vill maður vera inni í hlutunum, en að öðru leyti þá er þetta að verða nokkuð skýrt. Ég er farin að sjá ansi vel hvað virkar og hvað er tímaeyðsla.

Það er rosalega gagnlegt að setja hlutina sjónrænt upp. Ég er með allskonar miða og krot og dótarí upp um alla veggi til að hjálpa mér að átta mig á hlutnum. Í þetta skipti ákvað ég að setja markaðsferlið mitt bara skýrt og skilmerkilega upp, annars vegar fyrir íslensku starfsemina, og hinsvegar fyrir fyrirhugaða erlenda starfsemi. Þú getur séð afraksturinn á meðfylgjandi mynd (soldið óskýr - blessaður snjallsíminn  :)


Mér líður rosalega vel eftir þessa tiltekt. Nú er stefnan skýr, skilmerkileg - og sýnileg, sem er ekki minna mikilvægt. Ég veit hvað ég ætla að gera, hvenær ég ætla að gera það, af hverju ég ætla að gera það og hvað ég vil fá út úr því. Nú er ég bara spennt að takast á við verkefnin!

Ert þú með plan?

Ef þú þarft betra plan fyrir markaðsmálin, þá gæti þjálfunin hjá MáM verið eitthvað fyrir þig ;)

Í heimsókn hjá frumkvodlar.is :)

Ég var í heimsókn hjá honum Hauki félaga mínum, raðfrumkvöðli með meiru, sem heldur úti síðunni frumkvodlar.is    - ef þú ert ekki nú þegar að fylgjast með honum, þá mæli ég með því að þú bætir úr því hið snarasta :)

Við gripum tækifærið og hann tók upp við mig stutt viðtal um markaðsmálin. Hann dró aðalatriði saman í:

1. Taktu góðan tíma til að vinna undirbúningsvinnuna rétt.
2. Skilgreindu vörumerkið vel og hvað felst í því.
3. Tengdu markaðssetninguna við lífsgildi þín og viðskiptavina þinna.
Þú getur séð viðtalið í heild sinni hér (6:20 min) :)  http://youtu.be/SK5kBf9Gu_s