Manstu eftir litlu rassálfunum í Ronju ræningjadóttur sem spurðu í sífellu “akkuru gerirún etta, akkuru, akkuru, akkuru?” Hefurðu einhvern tímann spurt þig af hverju þú gerir það sem þú gerir?
Ég trúi því að það geti verið betri og verðugri ástæður fyrir því að reka fyrirtæki en bara til að græða peninga. Þú getur kallað mig barnalega, en svoleiðis er það. Staðreyndin er líka sú, að þau fyrirtæki sem standa fyrir eitthvað annað og meira en bara að græða peninga, ja … þau græða oftast líka meiri peninga!
Í bókinni Passion Brands: Why Some Brands Are Just Gotta Have, Drive All Night For, and Tell All Your Friends About fjallar Kate Newlin um hvað það er sem gerir það að verkum að sum fyrirtæki eru hreinlega elskuð. Og elskuð fyrirtæki eignast trygga viðskiptavini, sem ekki bara fara ekki annað að versla, heldur bera út boðskapinn og skapa þannig meiri viðskipti. Það kemur skýrt fram í bókinni að fyrirtæki sem standa fyrir eitthvað, hafa einhver gildi, og deila þeim gildum og sýn á lífið með viðskiptavinum sínum, þau uppskera meiri tryggð og betri viðskipti.
Það þýðir hinsvegar ekki að finna bara eitthvað og nota það í markaðsskyni. Ef þú t.d. ákveður að segja heiminum að umhverfisvernd skipti fyrirtækið þitt máli, þá þýðir ekki bara að segja það og setja eina flokkunartunnu á bak við skúr. Þú verður þá að taka það inn í fyrirtækið og taka það alla leið. Hvítþvottur dugir ekki. Þess vegna er betra að finna hvað það er sem skiptir þig og þitt fólk virkilega máli og skiptir líka markhópinn ykkar máli.
Ég á nokkur uppáhaldsfyrirtæki sem byggja á sterkum gildum. Mörg gera þetta rosalega vel. Ekkert endilega fullkomlega, enda er það erfitt, en mjög vel.
Patagonia er t.d. í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er útivistarfyrirtæki, mjög líkt því sem við þekkjum með 66 Norður og Cintamani. Fyrirtækið byrjaði út frá ástríðu stofnandans, ástríðu fyrir fjallaklifri og útivist, og stendur fyrir það enn þann dag í dag. Umhverfisvernd er eðlilegur fylgifiskur þess að vera náttúruunnandi, og er stór hluti af Patagoniu brandinu. Það eru ekki mörg fyrirtæki sem auglýsa að fólk eigi ekki að kaupa vöruna þeirra, líkt og þeir gerðu t.d. með “Don’t buy this jacket” auglýsingunni, sem hvatti til umhverfismeðvitundar og minni neysluhyggju. Þetta er þeirra "mission statement": "Build the best product, cause no unnecessary harm, use business to inspire and implement solutions to the environmental crisis."
Þú getur séð Patagoniu Pinterest töfluna mína hér.
Þú getur séð Ben & Jerry’s Pinterest töfluna mína hér.
Coke fékk mikla jákvæða umfjöllun nýlega þegar þeir ákváðu að setja auglýsingar á pásu og láta allt það fé sem þeir venjulega hefðu látið fara í auglýsingar renna heldur til fórnarlamba náttúruhamfaranna á Filippseyjum. Þetta er náttúrulega frábært, og þeir fengu heldur betur umfjöllun um þetta sem hefur sennilega ekki verið minni en áhrifin sem auglýsingarnar hefðu haft. Maður getur samt ekki annað en sett spurningamerki við þetta útspil þeirra, þar sem þeir taka þetta ekki alla leið. Þeir hafa hingað til ekki gert þetta að stefnu og af mörgu sem þeir gera þá virðist ljóst að það er gróði frekar nokkuð annað sem ræður förinni. T.d. benti góður vinur minn á að þeir neita að nota áhrif sín sem einn aðalstyrkaraðili Ólympíuleikanna í Moskvu til góðs til að hafa áhrif á mannréttindabaráttu í Rússlandi - ó já, og sá hinn sami sá tvöfalda auglýsingu frá þeim í bíó eftir að þeir höfðu gefið út að þeir ætluðu ekkert að auglýsa. - það er vandlifað í þessum heimi :)
Ég er um þessar mundir að vinna með tveimur mjög spennandi sprotafyrirtækjum sem byggja á mjög sterkum gildum.
RóRó mun koma með á markað á næsta ári dúkku sem hjálpar fyrirburum og ungabörnum að jafna andardrátt og hjartslátt og þar með sofa betur og veita nærveru þegar foreldrar geta ekki verið hjá þeim, s.s. í hitakössum á vökudeildum. Að baki þessari vöru liggur ástríða fyrir því að veita börnum bestu byrjun í lífinu sem möguleg er og hjálpa okkur foreldrum að veita barninu okkar það besta, jafnvel þegar við getum ekki verið hjá þeim af einhverjum ástæðum.
Meira að segja ég, markaðsmanneskjan, sem fólk heldur nú oft að séu algjörir skrattar, ég er ekki í þessu út af peningunum (trúðu mér, ef það væri málið, þá væri ég róandi að því öllum árum að fá eitthvað hot shot djobb í markaðsdeild í stóru fyrirtæki :) … það sem ég geri sameinar ástríðu mína fyrir því að markaðsnördast og það að geta hjálpað fólki að gera það sem það dreymir um - því fólk fer jú sjaldnast út í eigin rekstur nema vegna þess að það virkilega langi til þess. Staðreyndin er sú að flest lítil fyrirtæki lifa ekki af, og í langflestum tilfellum er það vegna þess að það vantar upp á í markaðsstarfinu. Og það er það sem ég vil bæta svo að þessi fyrirtæki nái að lifa og fólk geti gert það sem það dreymir um.
Hvað skiptir þig máli? Af hverju gerir þú það sem þú gerir? Segðu fólki frá því. Það skiptir máli!
No comments:
Post a Comment