Ekki gerast sek(ur) um vanrækslu!

Ég er búin að vera að markaðsnördast frá því upp úr aldamótum og búin að vinna með fjölmörgum fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Aftur og aftur og aftur sé ég grundvallarhluti sem fólk og fyrirtæki klikka á í markaðsstarfinu. Málið í markaðsmálunum er ekki að fylgjast endalaust bara með nýjustu brögðunum og brellunum, málið er að hafa grundvallarhlutina á hreinu.

Svo ég tók mig til og gerði lítið vídeónámskeið um 6 vanrækt grundvallaratriði í markaðsstarfinu sem geta margfaldað árangurinn ef tekin föstum tökum. Fáðu að vita meira í þessu litla vídeói og smelltu svo á hlekkinn fyrir neðan til að skrá þig - alveg frítt :)






Uppfært: Hægt að fá aðgang að námskeiðinu í gegnum thoranna.is/fritt

No comments:

Post a Comment