Einn bita í einu!

Ég er á bömmer í dag! Það er allt búið að vera á fullu, to-do listinn er mílu langur, ég er að blogga þegar pósturinn með blogginu og fleiru góðgæti fyrir markaðsmálin á að vera á leiðinni í pósthólfið hjá fólkinu mínu og fría vídeónámskeiðið sem ég ætlaði að vera komin með í loftið er ekki klárt!

Hvað nú? Jú, þá er málið að minna sig á nokkra hluti. T.d. það sem krakkarnir mínir eru farnir að segja til baka við mig: “Ég dey ekkert þótt að …”, það að himininn hrynur ekkert og að maður borðar bara fíl einn bita í einu!

Þetta er líka það sem viðskiptavinirnir mínir þurfa að hafa í huga þegar ég sendi þeim tillögu að markaðsprógrammi. Það getur verið yfirþyrmandi að sjá lista yfir hluti sem maður þarf að gera, og margt af því hlutir sem maður þekkir ekki út í gegn, og hlutir sem augljóslega gerast ekki á einni nóttu.

Lykillinn er að taka frá ákveðið mikinn tíma reglulega, hvort sem það hentar að taka klukkutíma á dag, einn morgun í viku eða hvað sem hentar, hafa skýran verkefnalista og saxa á hann. Standa við tímasetningarnar - ekki láta aðra hluti stela markaðstímanum þínum - og vinna sig í gegnum þetta jafnt og þétt. Borða fílinn, einn bita í einu!

Stressa sig heldur ekki á því þó að það sé ekki allt fullkomið. Ég er með mílulangan lista. YouTube stöðin mín er t.d. ekki komin í brand útlit. Stóra myndin á Google+ prófílnum mínum er enn of lítil, eftir að Google stækkaði svæðið, bloggið mitt fer of seint út í dag, prógrömmin um lykilorðagreiningu og leitarvélabestun eru ekki enn tilbúin, en þetta kemur allt með kalda vatninu og þá verður þetta bara stöðugt betra og betra og betra.

Kosturinn við að vera með plan, vera með verkefnalistann, vera búinn að taka frá ákveðinn tíma sem er helgaður markaðsmálunum, er að maður þarf þá a.m.k. ekki að hlaupa um eins og hauslaus hæna vitandi ekkert hvað maður á að vera gera og hvernig. Það er þetta með skipulagið. Það er kannski ekki mest sexý hlutinn af lífinu, en boy ó boy, það getur bjargað manni!

Ég er hætt á bömmer - hann tekur líka frá mér orku sem ég get notað til að klára þetta blogg, senda þér það og drífa í að klára fría vídeónámskeiðið mitt. Er það ekki miklu meira vit?


Í MáM þjálfuninni geturðu bæði fengið tillögu að markaðsprógrammi, getur fengið aðstoð við að koma upp verkáætlun fyrir markaðsstarfið þitt og færð þjálfun í að koma upp markaðskerfi sem tryggir að þú getir sinnt markaðsstarfinu jafnt og þétt og samt átt tíma aflögu fyrir allt hitt!No comments:

Post a Comment