Hvað gerir þú? Hvað er það sem þú gerir fyrir viðskiptavini þína? - geturðu svarað því í einni stuttri setningu? Ef þú getur ekki komið því skýrt frá þér, hvernig eiga aðrir að hafa skýra hugmynd um það hvað þú gerir?
Og ef þú ert ekki með það á hreinu hvað kjarninn er í því sem þú gerir, hvernig ætlarðu að meta ný tækifæri? Við hvað ætlarðu að miða þegar einhver kemur með nýja hugmynd að einhverju sem fyrirtækið gæti gert. Ætlarðu að elta allar hugmyndir út um hvippinn og hvappinn, hugmynd dagsins, hugmynd vikunnar eða hugmynd mánaðarins - og verða eitt af þessum fyrirtækjum sem ætlar að vera allt fyrir alla og gera allt fyrir alla - og enginn veit nákvæmlega hvað gerir?
Og ef þú ert ekki með það á hreinu hvað kjarninn er í því sem þú gerir, hvernig ætlarðu að meta ný tækifæri? Við hvað ætlarðu að miða þegar einhver kemur með nýja hugmynd að einhverju sem fyrirtækið gæti gert. Ætlarðu að elta allar hugmyndir út um hvippinn og hvappinn, hugmynd dagsins, hugmynd vikunnar eða hugmynd mánaðarins - og verða eitt af þessum fyrirtækjum sem ætlar að vera allt fyrir alla og gera allt fyrir alla - og enginn veit nákvæmlega hvað gerir?
Ég er búin að vera að vinna með nokkuð mörgum viðskiptavinum upp á síðkastið þar sem svarið við þessari spurningu vantar og í sameiningu erum við búin að vera að leita að rétta, kjarnyrta, einfalda svarinu. Þessum kjarna sem er svo dýrmætur áttaviti.
Listagallerí kemur á framfæri ungu og framsæknu listafólki sem hefur sótt menntun sína og reynslu utan landsteinanna. Fyrirtæki stuðlar að þekkingaryfirfærslu og tengslamyndun í viðskiptalífinu. Ég hjálpa minni fyrirtækjum að ná hámarks árangri úr markaðsstarfinu og þar með auknum hagnaði.
Eftir það er hægt að svara spurningunni “hvernig gerir þú það?” - og það getur breyst í tímans rás. Klassísk saga úr viðskiptafræðinni eru hestakerruframleiðendurnir sem fóru á hausinn þegar bíllinn fór að verða algengt farartæki. Þeir skilgreindu sig sem verandi í hestakerruframleiðslu - en þeir voru í rauninni í því að koma fólki frá einum stað til annars (eða “in transportation”) - tækið sem þeir notuðu var hestakerra - og þeir klikkuðu á því að vera opnir fyrir nýjum tækjum sem þjónuðu sama tilgangi - eins og bílnum.
Það sem þú gerir er eitt. Það verður að vera á hreinu hvað það er og það breytist ekki svo glatt. Hvernig þú gerir það er svo annað mál ;)
No comments:
Post a Comment