Mældu árangur erfiðisins þegar kemur að markaðsstarfinu


Mælir þú árangurinn af markaðsstarfinu þínu? 

Það er klisja: "You can't manage what you can't measure" eða "Ef þú getur ekki mælt það þá geturðu ekki stjórnað því" en klisjur eru klisjur af ástæðu. Og ástæðan er oftar en ekki sú að það er sannleikskorn í þeim.
  • Hvernig veistu hvort hlutirnir eru að virka eða ekki?
  • Hefurðu efni á að eyða tíma í hluti sem virka ekki?
  • Hefurðu efni á að eyða peningum í hluti sem virka ekki?
  • Er einhver ástæða til að vera að gera hluti sem virka ekki fyrir þig?
Tryggðu að í hvert skipti sem þú gerir eitthvað í markaðstarfinu, eins og að setja upp Facebook síðu, nota Google auglýsingar, setja auglýsingu í blaðið, eða hvað sem þú ert að gera, að þú vitir til hvers þú ert að gera það. Hvað viltu að þessi markaðsaðgerð geri? 

Hugsaðu um markaðsferlið - og ef þú þekkir það ekki, þá geturðu lesið um það hér. Ertu að gera þetta til að láta vita af þér, til að vekja áhuga, fá fólki til að lika við þig eða treysta þér, gefa fólki "smakk" af því sem þú hefur upp á að bjóða, ýta við fólki að ganga frá sölunni, fá meiri viðskipti

Þolinmæði þrautir vinnur allar - líka í markaðsstarfinu!


Það er langbest að gera sér bara grein fyrir því strax að markaðsstarf tekur tíma. Og sætta sig við það. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur á einni nóttu. Þetta er ekki spurning um eina risa auglýsingu hér eða boostaðan Facebook póst þar. Fólk þarf að fara í gegnum ákveðið ferli og þú verður að ná til þeirra ansi oft áður en þau eru tilbúin til að kaupa af þér. Ef þú vilt vita meira um markaðsferlið, endilega tjékkaðu á þessum pósti hér.

Skv. sölugúrúnum Brian Tracy tekur það fimm söluheimsóknir áður en viðskiptavinurinn er tilbúinn að kaupa. Það eru heimsóknir og mjög mjög dýr leið til að selja. Þú eyðir tíma dýrs starfsmanns í að fara til viðskiptavinarins og eyða með honum tíma. Þeir eru í sama herberginu, talandi saman augliti til auglitis í nokkrar mínútur a.m.k. Þannig að ef það tekur fimm slíkar heimsóknir að meðaltali, þá geturðu rétt ímyndað þér hversu miklu oftar þú þarft að ná til fólks í gegnum markaðsstarfið áður en það er tilbúið að kaupa. (Þú kannt að halda, byggt á þessu, að markaðsstarfið sé því ekki eins áhrifaríkt og söluheimsóknir, en treystu mér, það er ekki svo. Markaðsstarfið er mun skalanlegra en heimsóknir og getur náð til mun mun fleiri í einu á auðveldari hátt ;)

Mig langar að deila með þér einni af uppáhalds tilvitnunum mínum fyrir markaðsstarfið, sem hittir algjörlega í mark hvað þetta varðar. Hún er frá Thomas Smith:

  • Fyrst þegar maður lítur á auglýsingu, sér hann hana ekki.
  • Í annað skiptið tekur hann ekki eftir henni.
  • Í þriðja skiptið verður hann meðvitaður um að hún er til.
  • Í fjórða skiptið minnir hann að hann hafi séð hana.
  • Í fimmta skiptið les hann auglýsinguna.
  • Í sjötta skiptið lætur hann sem hann sjái hana ekki.
  • Í sjöunda skiptið les hann hana í gegn og segir, "Oh, þessi!"
  • Í áttunda skiptið segir hann, "þarna er þessi fjandans auglýsing aftur".
  • Í níunda skiptið hugsar hann hvort það sé nú eitthvað varið í þetta.
  • Í tíunda skiptið spyr hann nágrannann hvort hann hafi prufað þetta.
  • Í ellefta skiptið veltir hann fyrir sér hvernig þetta getur borgað sig fyrir auglýsandann.
  • Í tólfta skiptið hugsar hann að þetta hljóti nú að vera gott.
  • Í þrettánda skiptið hugsar hann að það hljóti nú að vera eitthvað virði í þessu.
  • Í fjórtanda skiptið man hann að hann hefur lengi langað í svona.
  • Í fimmtánda skiptið kvelur þetta hann eiginlega því hann hefur ekki efni á þessu.
  • Í sextánda skiptið hugsar hann sem svo að einn daginn muni hann kaupa sér svona.
  • Í sautjánda skiptið setur hann á minnismiða að fá sér svona.
  • Í átjánda skiptið bölvar hann fátækt sinni.
  • Í nítjánda skiptið telur hann peningana sína vandlega.
  • Í tuttugasta skiptið sem hann sér auglýsinguna kaupir hann vöruna.

Þetta er akkúrat það sem ég er að tala um þegar ég tala um að þú þurfir að endurtaka, endurtaka, endurtaka, endurtaka og endurtaka. Fólk verður að sjá þig ansi oft áður en það er tilbúið að kaupa. Það sem er enn áhugaverðara er að Thomas Smith skrifaði þetta árið 1885!!!! Þetta er ekkert nýtt. Markaðsstarfið tekur tíma. Smith gerði sér grein fyrir þessu fyrir lööööööööööööngu síðan! Þú verður að endurtaka þig, þú verður að halda samræmi í því sem þú gerir og þú verður að tala sífellt um sömu hlutina til að ná í gegn og eignast stað í huga fólks.

Endurtekurðu þig nógu oft - eða gefstu kannski of snemma upp?