Frítt vefnámskeið: Hvernig velur þú réttu markaðsaðgerðirnar?

Í staðinn fyrir bloggpóstinn þessa vikuna ákvað ég að skella í eitt lítið frítt vefnámskeið. Það er byggt á efni sem ég fór yfir á Small Business Branding Day sl. laugardag og ég er alltaf að átta mig betur og betur á hvað myndi nýtast mörgum.

Skelltu þér hingað til að skrá þig á vefnámskeiðið!

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 11. september kl. 8:00-9:00 - á netinu. Þú getur þess vegna verið til fara alveg eins og þér sýnist - aldrei að vita nema ég verði enn á náttfötunum ;)

Ég mun fara yfir þá fjóra þætti sem ráða því hvaða markaðsaðgerðir eru áhrifaríkastar fyrir fyrirtækið þitt, vöru eða þjónustu. Þú færð PDF með markaðsferlinu, því ferli sem fólk þarf að fara í gegnum áður en það er tilbúið að kaupa af þér. ATH! Það verður að öllum líkindum ekki upptaka í boði.

Smelltu hér til að fá að vita allt um fría vefnámskeiðið og skrá þig: https://thoranna.leadpages.net/markadsadgerdir/

Hlakka til að "sjá" þig fimmtudaginn 11.!

p.s. ef þú veist um einhvern sem þú heldur að myndi hafa áhuga, skelltu þér hér inn og notaðu hnappana til að deila þessu með þeim  ;)








No comments:

Post a Comment