Draumaviðskiptavinurinn - finndu besta markhópinn fyrir þig!


Það getur verið að við séum fyllilega búin að gera okkur grein fyrir því hversu mikilvægt er að reyna ekki að markaðssetja til allra. Vandmálið hinsvegar er þá oft, hvernig í ósköpunum eigum við að vita hvað er besta fólkið fyrir okkur að markaðssetja til? Hvernig í ósköpunum átt þú að finna út hvað er besti markhópurinn fyrir fyrirtækið þitt?! - engjar áhyggjur - ég ætla að hjálpa þér að finna út úr því ;)

Stærsta vísbendingin um hver besti markhópurinn þinn er liggur í núverandi viðskiptavinum þínum. Hugsaðu þig vel um. Hverjir eru bestu viðskiptavinirnir þínir í dag? Hvaða viðskiptavinum elskarðu að vinna með og fyrir? Almennt gildir sú regla að 20% viðskiptavinanna þinna eru draumaviðskiptavinri og þessir 20% gefa af sér 80% af tekjunum þínum. Væri þá ekki vit að finna fleiri svoleiðis?Ef þú ert bara að byrja í rekstri, og ert ekki með viðskiptavini fyrir, þá þarftu að skoða þetta öðruvísi. Ég er viss um að ef þú hugsar aðeins út í það þá hefurðu alveg góða hugmynd um hverjir koma til með að verða bestu viðskiptavinirnir þínir - og ef þú hefur ekki hugmynd, þá get ég lofað þér að þú kemst fljótlega að því. Hverjir sýna meiri áhuga en aðrir á því sem þú ert að gera? Hverjir heldurðu að verði líklegastir til að kaupa? Hverjum langar þig mest að vinna með og fyrir?

Hvernig sem þetta er, spáðu vandlega í það hvert besta fólkið þitt er og hvað það á sameiginlegt. Hvað einkennir þau? Farðu svo og finndu fleiri svoleiðis! :)

Burséð frá því í hverskonar rekstri þú ert, þá eru nokkrir hlutir sem draumaviðskiptavinirnir þínir eiga klárlega sameiginlegt:

 • Þeir hafa þörf fyrir vöruna þína og/eða þjónustu og gera sér grein fyrir þeirri þörf. Það er ekki nóg að þér finnist einhver þurfa á því að halda sem þú hefur að bjóða. Ef sá hinn sami hefur ekki áttað sig á því ennþá þá er ansi mikil vinna að reyna að fá viðkomandi til að sjá það. Byrjaðu á þeim sem átta sig á þörfinni nú þegar.
 • Finndu fólk sem þér er ekki sama um. Það er svo miklu auðveldara að markaðssetja til fólks sem skiptir mann máli.
 • Ó já, og auðvitað þeir sem borga. Á réttum tíma. Án þess að vera með vesen. Þeir aðilar eru jú alltaf góðir fyrir reksturinn ;)
 • Ef þú ert með viðskiptavini sem kaupa mikið eða oft þá er það klárlega af hinu góða.
 • Fólk sem segir frá þér á jákvæðan hátt er frábærir viðskiptavinir. Þeir munu skapa meiri viðskipti fyrir þig - og tilvísanir eru rosalega öflugt markaðstól.
 • Þú vilt líka markhóp sem þú getur auðveldlega nálgast. Þetta er tvíþætt:
  • Þú vilt einhver sem þú getur fundið og náð til nokkuð auðveldlega. Það getur vel verið að þú finnir út að besti mögulegi viðskiptavinurinn þinn búi í fjallakofa í Andesfjöllunum með enga nettengingu og fái póstinn sinn á þriggja mánaða fresti. Það getur verið að hann hafi rosalega þörf fyrir það sem þú býður, tilbúinn að borga og myndi segja öllum sem hann getur frá því (jafnvel þó það séu bara nokkrir apar eða eitthvað :) ... en hvernig í ósköpunum ætlarðu að ná til hans? Ok ok, svolítið ýkt, en þú sérð hvað ég meina ;)
  • Þú þarft líka að tala sama tungumál. Ekki bara bókstaflega sama tungumál, eins og ensku, frönsku, spænsku eða flæmsku, heldur "lingóið". Ef þú ert t.d. 65 ára gamall karlmaður sem hefur alltaf gengið í teinóttum jakkafötum og unnið í banka þá er ekki mjög líklegt að þú getir átt öflug samskipti við rappandi unglinga á hjólabrettum (það er náttúrulega alltaf sjéns að ég hafi rangt fyrir mér með þetta, og ef þú ert þessi maður og ert mega vinsæll hjá rappandi hjólabrettaunglingunum þá langar mig roooooooosalega að hitta þig! :)    Það sem ég er að segja er að þetta þarf að vera "your kind of people" því þá verður svo miklu auðveldara að eiga samskipti við þau ;)
 • Síðast en ekki síst viltu finna fólk sem þú elskar að vinna með og vinna fyrir, vegna þess að það er einfaldlega smitandi - á góðan hátt. Viðskiptavinirnir finna það og þú nýtur þess að vinna með þeim. Allir eru mun hamingjusamari :)

Finndu fólkið sem passar við þetta. Það getur verið að þetta sé ansi lítill hópur í byrjun, en hann mun stækka hratt því að þú ert að tala við rétta fólkið, allir eru hamingjusamir, fólkið þitt byrjar að tala um þig við aðra, aðrir heyra um þig frá þeim og smátt og smátt vex hópurinn og vext og breiðir úr sér eins og góður engisprettufaraldur, Haraldur! :)

Ekki gera þér hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera. Ekki reyna að tala við fólk sem er ekki tilbúið að hlusta. Finndu draumaviðskiptavininn þinn, fullkomna markhópinn fyrir þig, og þá veit ég að þér mun ganga vel.

Hverjir eru bestu viðskiptavinirnir þínir? Mig langar rosalega að vita! Segðu mér frá í ummælunum hér fyrir neðan :)

No comments:

Post a Comment