Hér er allt að gerast!

Hér er allt að gerast! Bakgrunnurinn fyrir litla heimastúdíóið mitt kemur í hús í dag. Myndavél - tjékk, ljós - tjékk, hljóðnemi - tjékk :) Þannig að í næstu viku ætti ég að geta byrjað að senda út! "Og hvað ætlar þú að senda út?" spyrð þú - jú, gagnleg ráð fyrir markaðsstarf lítilla fyrirtækja og einyrkja - hvað annað :)

Ég ætla að byrja á góðum grunni (fjalla um markhópinn, samkeppnina, aðgreiningu á markaði og branding - eitt sterkasta markaðstól lítilla fyrirtækja) og vinna mig smátt og smátt áfram í gegnum hin ýmsu markaðsverkfæri, þannig að ég mæli með að þú fylgist með frá byrjun!

"Hvernig get ég gert það?" spyrð þú - jú, með því að skrá þig á póstlistann til að tryggja að þú fáir ráðin beint í æð einu sinni í viku :)

"Akkuru gerir hún'etta" spyr fólk, eins og rassálfarnir í Ronju ræningjadóttur. Jú, af því að ég hef ástríðu fyrir því að efla markaðsstarf lítilla fyrirtækja. Mér finnst nefnilega svo súrt þegar maður sér frábærar vörur eða þjónustur sem aldrei ná flugi bara vegna þess að það vantar þekkingu og hæfni í markaðsmálunum.

Ertu með frábæra vöru eða þjónustu og þarft að efla markaðsstarfið til að tryggja að hún taki flugið?




No comments:

Post a Comment