Ryksugan á fullu, étur alla ...

Það er tiltekt í gangi ... ég var orðin allt of mikið eins og iðnaðarmennirnir, sinnti viðskiptavinunum en hef ekki verið svo mikið að sinna hlutunum heima við :)     Nei, ég er ekki með moppuna og Ajax brúsann á lofti - ég er að taka til í markaðsmálunum mínum og ég er að vona að þú hafir gagn af því að heyra hvað ég er að bralla :)

Í fyrsta lagi þá er ég að koma skipulagi á það sem á engilsaxnesku kallast "content strategy" - þ.e.a.s. stefna um það hvaða efni ég ætla að miðla til ykkar, kæru lesenda, og allra þeirra sem fylgjast með mér, hvort sem er í gegnum bloggið, póstlistann (smelltu hér og skráðu þig ef þú ert ekki þegar á honum! ;)    Facebook, Twitter, LinkedIn, Google+ eða Pinterest (smelltu ef þú vilt fylgjast með á einhverjum af þessum miðlum ;)

.... efnistökin eiga að henta leikmönnum í markaðsmálunum. Það er af nógu að taka fyrir markaðsnördana sem vilja fylgjast með og læra meira, en það er ekki nógu mikið af gagnlegu efni fyrir þá sem ekki eru sérfræðingar en þurfa að markaðssetja og ég er "woman on a mission" í að bæta það. Það er allt of margt flott í gangi sem ekki nær að blómstra bara vegna skorts á markaðsþekkingu ;) Sérfræðingarnir hafa sosum ábyggilega gott af þessu líka og geta pikkað upp eitt og annað gagnlegt og látið ýta við sér með hluti sem þeir vissu sosum en voru búnir að gleyma í dagsins önn :)           Planið fyrir bloggið er að vinna mig eftir verkferlinu sem ég fer með kúnnana mína í gegnum og fjalla um það sem fyrir kemur þar: markhópana, samkeppnina, brandið og aðgreiningu, markaðsferlið og hvaða aðgerðir hægt er að nota og svo hinar ýmsu markaðsaðgerðir  ... ef það er eitthvað sérstakt sem brennur á þér í þessum málum, endilega skelltu því inn sem ummælum hérna fyrir neðan, og þá get ég tryggt að það sé a efnisskránni hjá mér :)

Hinsvegar er ég að taka til í því hvernig ég miðla þessu efni. Ég nota nokkuð marga samfélagsmiðla (þó að ég hafi tekið ákvörðun um að segja þetta gott og bæta ekki við meiru - það getur orðið dágóð vinna að halda utan um þetta allt, eins og mörg ykkar eflaust kannast við! - og sumu er ég á með lítilli virkni, bara til að kunna á það) og ég ætla mér að blogga reglulegar og markvissar en ég hef gert. Ég er þess vegna að skerpa á "delivery" kerfinu mínu, til að minnka vinnuna fyrir mig og krosstengja þetta allt saman. Í stað þess að útskýra í orðum hvað ég er að gera þar er best að sýna þér bara myndina sem ég setti upp fyrir sjálfa mig til að mappa þetta upp - work in progress. Nota bene, ég er bara að nota frí tól - kostar ekki krónu :) Já og ef einhver hefur tillögur að því hvernig má bæta þetta, þá endilega skjótið henni á mig :)


Svo tengist G+ póstumhverfinu mínu, Pin It og Pinerly It hnapparnir gera það auðvelt að pinna á Pinterest og Delicious flýtihnappurinn vistar bókamerkin mín á no time - já og StumbleUpon extensionið í Chrome kemur sér líka vel. Þetta virkar kannski pínu flókið, en bjútíið er að þegar maður er búinn að stilla þessu öllu pp þá er þetta einfaldlega kerfi sem virkar og minnkar alla fyrirhöfn við að miðla til umheimsins ;)

Það er fleira sem ég er að taka til í - segi þér meira frá því síðar! - og láttu mig endilega vita hvað þér fyndist gagnlegt að fá að vita um markaðsmálin og ég set það á efnisskrána - sérstaklega ef þú ert leikmaður! ;)


Ef þú þekkir einhvern annan sem gæti notið góðs af því að fylgja okkur á þessu ferðalagi, ekki vera feimin(n) við að nota einhverjar af öllum þeim aðferðum sem bjóðast hér fyrir neðan til að deila boðskapnum!

Þangað til næst! xo
Þóranna
www.thoranna.is



No comments:

Post a Comment