Finnur þú á þér hvað fólk vill? Sérð þú myndirnar í höfðinu á næsta manni? Ég leyfi mér að giska: nei. Finnst þér þá líklegt að aðrir geri það? Heldurðu að það væri ekki áhrifaríkar að nota viðurkennda samskiptamáta eins og ritað og talað mál, já og kannski vel valdar myndir, til að gera fólki ljóst hvað það er sem þú vilt að það geri?
Starfsfólki á auglýsingastofum er rosalega oft gert að stunda hugsanalestur, hvort sem það eru hugmyndasmiðir, textasmiðir, grafískir hönnuðir eða viðskiptastjórar. Meðal hugsana sem ætlast er til að það lesi er t.d.:
Og kostnaðurinn ef þú gerir það ekki? Þú færð ekki það sem þú vilt fyrr en seint og síðar meir - ef nokkurn tímann - og borgar margfalt meira fyrir það en þú þarft. Það væri kannski hugmynd að gefa skýrari upplýsingar, allir verða glaðari, hvert verkefni fyrir sig kostar mun minna og þú getur gert meira fyrir markaðsféð þitt. Hvað heldur þú?
Starfsfólki á auglýsingastofum er rosalega oft gert að stunda hugsanalestur, hvort sem það eru hugmyndasmiðir, textasmiðir, grafískir hönnuðir eða viðskiptastjórar. Meðal hugsana sem ætlast er til að það lesi er t.d.:
- Hversu stórar eða litlar auglýsingaherferðirnar eiga að vera. - ef að þau vita ekki hvort þú hefur 100 þúsund kall eða 10 milljónir, þá geta þau ekki hannað herferð við hæfi og það er ekki líklegt að þau búi til herferð sem er í takt við það sem þú hafðir í huga.
- Hvaða tónn á að vera í efninu. - á þetta að vera fyndið, skrýtið og skemmtilegt, formlegt, tilfinningaríkt …
- Af hverju ertu að auglýsa? Hvert er markmiðið? - auglýsing getur bara gert eitt í einu - og eins og kom fram í síðasta bloggpósti (AIDA) þá er það sjaldnast bara “að selja”. Ertu að láta vita af vörunni/þjónustunni? Viltu ná fólki inn á sölustaðinn? Viltu fá fólk til að prófa? o.s.frv....
- Hverja viltu tala við? - og í guðanna bænum, ekki segja “alla” (hmmmm... efni í annan bloggpóst :) … þú talar ekki alltaf eins við unglinga og eldri borgara, fjölskyldufólk eða partýdýr á þrítugsaldri, konur og kalla, krakka með hár og kalla með skalla - ja, þú getur gert það, en það er ekki líklegt til árangurs ;)
- Ef þú vilt auglýsa í ákveðnum miðlum - segðu það þá ;) Reyndar er mjög gott að ræða þetta við viðkomandi. Ef þú ert að vinna með fagfólki, þá er líklegt að þau geti gefið þér góð ráð varðandi val á bestu miðlunum til að ná markmiði þínu.
- Er eitthvað sem má eða ekki má? - segðu það þá ;)
- o.s.frv. o.s.frv. … ef það skiptir máli, settu það skýrt fram.
- Já og þegar þú sérð tillögur, ekki segja bara “ég fíla þetta ekki” - hvað líkar þér við, hvað líkar þér ekki við? Hverju viltu sjá meira af? Geturðu bent á dæmi um hvað þú vilt sjá í staðinn? Þó það sé ekki nema í áttina, þá hjálpar það viðkomandi að skilja hvað það er sem þú vilt og gera það fyrir þig ;)
Og kostnaðurinn ef þú gerir það ekki? Þú færð ekki það sem þú vilt fyrr en seint og síðar meir - ef nokkurn tímann - og borgar margfalt meira fyrir það en þú þarft. Það væri kannski hugmynd að gefa skýrari upplýsingar, allir verða glaðari, hvert verkefni fyrir sig kostar mun minna og þú getur gert meira fyrir markaðsféð þitt. Hvað heldur þú?
No comments:
Post a Comment