Þegar þú, varan þín eða fyrirtækið þitt eru nefnd, hvað kemur upp í hugann? Hvaða myndir, orð, litir, atburðir, tákn o.s.frv. birtast í huga fólks?
Skiptir það máli?
Ó já, það skiptir máli.
Það sem kemur upp í huga fólks er hluti af brandinu þínu.
Margir hafa heyrt talað um brand. Einhvern veginn hefur ekki náðst að þýða þetta orð almennilega yfir í íslensku, svo að blæbrigði þess og full merking náist. Notað hefur verið orðið mörkun, en persónulega finnst mér það ekki virka og vera of afmarkað. Ég hef yfirleitt kosið að nota orðið ímynd, ef ég tala ekki bara hreinlega um brand. Einfaldasta útskýringin er sú að brand er það sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um ákveðið fyrirtæki, vöru, þjónustu, vörumerki - já og persónu. Meira um það og skilgreiningar á því síðar...
Brand er byggt upp, skoðað, greint, teygt, togað og útpælt í allar áttir, og ég á pottþétt eftir að fjalla um margar hliðar þess í þessu bloggi, fyrr eða síðar. Akkúrat núna langar mig aðeins að tala um tengingarnar.
Fólk myndar þessar tengingar, hvort sem þér líkar betur eða verr, og þess vegna er betra að átta sig á hvaða tengingar maður vill að fólk myndi, hverjar maður vill ekki að fólk myndi, og hvað maður getur gert til að hafa áhrif á það. Þetta er algjört kjarnaatriði í ímynd fyrirtækisins þíns.
Tökum dæmi og skoðum fyrst Coca Cola. Verðmætasta brand í heimi frá því að alþjólega branding stofan Interbrand fór að mæla virði alþjóðlegra vörumerkja. Hvað dettur manni í hug? Hér má sjá nokkur atriði sem mér detta í hug:
Skiptir það máli?
Ó já, það skiptir máli.
Það sem kemur upp í huga fólks er hluti af brandinu þínu.
Margir hafa heyrt talað um brand. Einhvern veginn hefur ekki náðst að þýða þetta orð almennilega yfir í íslensku, svo að blæbrigði þess og full merking náist. Notað hefur verið orðið mörkun, en persónulega finnst mér það ekki virka og vera of afmarkað. Ég hef yfirleitt kosið að nota orðið ímynd, ef ég tala ekki bara hreinlega um brand. Einfaldasta útskýringin er sú að brand er það sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um ákveðið fyrirtæki, vöru, þjónustu, vörumerki - já og persónu. Meira um það og skilgreiningar á því síðar...
Brand er byggt upp, skoðað, greint, teygt, togað og útpælt í allar áttir, og ég á pottþétt eftir að fjalla um margar hliðar þess í þessu bloggi, fyrr eða síðar. Akkúrat núna langar mig aðeins að tala um tengingarnar.
Fólk myndar þessar tengingar, hvort sem þér líkar betur eða verr, og þess vegna er betra að átta sig á hvaða tengingar maður vill að fólk myndi, hverjar maður vill ekki að fólk myndi, og hvað maður getur gert til að hafa áhrif á það. Þetta er algjört kjarnaatriði í ímynd fyrirtækisins þíns.
Tökum dæmi og skoðum fyrst Coca Cola. Verðmætasta brand í heimi frá því að alþjólega branding stofan Interbrand fór að mæla virði alþjóðlegra vörumerkja. Hvað dettur manni í hug? Hér má sjá nokkur atriði sem mér detta í hug:
Þetta er engin tilviljun. Kókflaskan var hönnuð með því augnamiði að hún yrði sterkt og auðþekkjanlegt tákn. Kók eignaðist jólasveininn með markvissum hætti. Hljóðin, myndirnar, “ahhhhhhhh” … þetta er allt mjög markvisst og skipulega byggt upp til að mynda tengingar í hugum okkar sem eru jákvæðar, eftirsóknarverðar - og eftirminnilegar.
Tökum annað dæmi... Apple
Frábært dæmi um vörumerki sem hefur markvisst notað hönnun til að ná sér upp úr þeirri lægð sem þeir voru í. Hvað kemur upp í hugann?
Trúið mér, þetta er útpælt. Þeir missa mjög sjaldan stjórn á þeirri ímynd sem þú hefur af þeim. Það kemur fyrir, jú jú, en það gleymist líka ósköp fljótt af því að svo lengi hefur verið byggð upp samræmd ímynd og byggðar upp þær tengingar sem Apple fólkið vill að við höfum við það í huganum. Og allt þetta er gríðarlega mikils virði.
Hvað dettur fólki í hug þegar það hugsar um fyrirtækið þitt, vöru, þjónustu - þig sjálfa(n)? Hvað viltu að það hugsi? Og hvernig ætlarðu að hafa áhrif á það? Það er jú eitt af stóru verkefnum markaðsfræðinnar - að hafa áhrif á það. Og það gerist ekki bara út í loftið. Það þarf að setjast niður og pæla.
Pældu í því
Frábær pistill! Er alveg dottin inn í bloggið þitt mín kæra...I want more!
ReplyDeleteKv.
Brynhildur