Skamm skamm

Já, skamm - ég dauðskammast mín! Ég er að verða þessi “do as I say, not as I do” manneskja hérna og það gengur náttúrulega ekki - so here goes - já og gleðilegt ár!

Notkun bloggs og samfélagsmiðla í markaðssetningu krefst virkni.

Ég las viðtal við Facebook starfsmann sem sagði að það væri hæfilegt fyrir fyrirtæki að pósta þrisvar sinnum á viku á Facebook. Aðrir vilja meina að það þurfi á hverjum degi, en segjum minnst þrisvar í viku. Twitter þarf meiri virkni og á LinkedIn fer þetta svolítið eftir því hver strategían er, en óhætt að áætla að minnst þrisvar í viku eigi líka við þar - ágætt að tengja t.d. þannig að efnið fari af Facebook og yfir eða af Twitter, eða hvernig sem hentar eða nota miðlæga þjónustu á borð við Hootsuite eða TweetDeck. Hópana í LinkedIn þarf að skoða sérstaklega.

Rannsóknir hja HubSpot sýna beina tengingu milli tíðni blogga og fjölda fylgjenda - því meira blogg, því fleiri fylgjendur (HubSpot, 2011). Því meiri tíðni, því oftar minnirðu á þig. Sömu sögu segja þeir með tölvupóstlista - sendu oftar (en kannski styttri pósta í senn) ... hmmmmm en svo má líka færa rök fyrir því að ef þú ert t.d. í tölvupóstsáskrift að bloggi þá verðirðu þreyttur ef þetta kemur of oft. Ætli það sé ekki gullni meðalvegurinn í þessu eins og svo mörgu öðru :)

En það getur verið áskorun að hafa alltaf eitthvað að segja - ja, eða muna hvað maður hefur að segja þegar skjárinn situr auður fyrir framan mann og öskrar á að maður segi nú eitthvað gáfulegt sem fylgjendur manns muni njóta góðs af.

Nú í upphafi árs er því tilvalið að leggja línurnar fyrir þetta. Taktu smá hugarflug - best er ef þú getur fengið einhvern eða einhverja með þér. Hvaða efni er gott fyrir mig að skrifa um? Hverju hefur markhópurinn minn áhuga á sem ég get frætt þau um og tengist á einhvern hátt því sem ég býð, byggir upp sérfræðiímynd mína og minnir á mig? Það getur verið ágætis hugmynd að hafa efnistök eftir árstíðum og því sem er í gangi. Geturðu á einhvern hátt tengt þig t.d. þessa dagana við bóndadaginn og þorrann? Páskana, prófin í skólunum, 17. júní, verslunarmanahelgina, byrjun skólastarfsins í haust o.s.frv... Sumir leggja þetta niður eins og þeir ætli að skrifa bók um sitt sérfræðiefni - hvað væru kaflarnir í þeirri bók?

Punktaðu allt niður, síaðu út það sem þér líst ekki á og raðaðu svo efnum á vikurnar í árinu :)    

Svo hef ég fundið að það er ágætt, þegar maður kemst í stuð, að skrifa bara eins mikið og maður mögulega getur. Eiga svo bara tilbúið efni á lager sem þarf svo bara að skella út :)

Vona að þetta komi að einhverju gagni - og nú ætla ég að reyna að “practice as I preach” :)


No comments:

Post a Comment