Það er ekki alltaf sá sætasti sem græðir mest ;)

Hann er ekki sá sætasti, er það? Og við höfum öll okkar skoðanir á fyrirtækinu, fyrrum eigendum o.s.frv. Eeeeeeeeeen það verður ekki af þeim tekið að þetta er snilldar markaðssetning. Það er sérstaklega tvennt sem ég vil nefna sem er svo snilldarlegt við þetta.

Nr. 1 - ímyndin er algjörlega í takt við staðsetninguna á markaðnum. Þeir hefðu getað verið með voðalega sætan lítinn grís, eins og t.d. þennan:
...en hann hefði ekki sagt manni að þetta væri ódýrasta búðin. Til þess er miklu betra að vera með hálf illa teiknaðan grís, sem virðist vera með glóðarauga, einfaldan og beint í mark. Hann er líka skýr og einfaldur í prentun - engir tónar og blæbrigði sem gætu komið illa út (ok, já, þeir sleppa líka við að borga Disney höfundargjöld af þessum ha ha ha :)

Nr. 2 - Grísinn er langlífur. Bónus er alltaf eins. Nákvæmlega eins. Við vitum nákvæmlega hvernig þeir líta út, alltaf, alls staðar. Grísinn, guli bakgrunnurinn, auglýsingarnar með myndum af fullt af vörum þar sem lágu verðunum er skellt beint framan í þig. “Bónus býður betur” ár eftir ár eftir ár eftir ár.

Þó að maður verði sjálfur oft leiður á auglýsingunum sínum af því maður er alltaf að vinna með þær, þá þýðir það ekki að fólkið þarna úti sé það. Það sér þig miklu sjaldnar og eina leiðin til að stimpla sig inn í huga þeirra og vinna traust þeirra er að vera stöðugt sjáanlegur og vera stöðugt eins. Sama útlitið, sömu skilaboðin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og ... ok, þú skilur hvað ég meina ;) 
Eina manneskjan sem á að segja til hvenær þarf að breyta markaðsefninu þínu er endurskoðandinn þinn!

Mig langar að þakka honum Jóa, vini mínum, á auglýsingastofunni Skissu fyrir að benda mér á hvað það er nú ýmislegt flott við grísinn ;)



No comments:

Post a Comment