Branding II: Í hvaða skúffu viltu vera?


Brandið þitt er öflugasta tólið í markaðssetningunni þinni. Ég hef fjallað um í það í fyrri póstum og þá staðreynd að við erum alltaf með brand, hvort sem við ætlum okkur það eða ekki. Ég hef líka talað um að þú þurfir að finna út hvert brandið þitt er, áður en þú getur farið að móta það í það sem þú vilt að það sé. Spurningin er þá, hvernig viltu að brandið þitt sé?

Í dag eru allir að tala um að hugsa út fyrir kassann og vá hvað ég gæti ekki verið meira sammála um nauðsyn þess! Hinsvegar, þegar kemur að branding, þá þarftu að hugsa um að vera í kassa. Einskonar brand kassa. Fyrsta skrefið í að byggja upp brand er nefnilega að finna kjarnann í því, það sem það snýst allt um - þú gætir kallað það hjartað í brandinu. Það má segja að við þurfum að ákveða í hvaða kassa í huga fólks við viljum að brandið okkar fari.

Við vitum að heimurinn sem við búum í er gríðarlega flókinn. Á hverjum degi dynja á okkur hundruð ef ekki þúsundir skilaboða; auglýsingar, hinar ýmsu vörur og þjónustur, fyrirtæki o.s.frv. Það eru allir að reyna að ná athygli okkar. Til að verða ekki algjörlega ringluð og til að reyna að koma einhverju skikki á þetta, þá reynum við að skipuleggja þetta í huganum með einhverjum hætt. Það mætti segja að við göngum um með skjalaskáp í hausnum, og í hvert skipti sem við tökum eftir einhverju sem okkur finnst þess virði að geyma, þá setjum við það í viðeigandi skúffu í skjalaskápnum.

Sem markaðsfólk þurfum við að ná í gegnum allan þennan hávaða á markaðnum til að

Hvað eru markaðsmál?

Mjög oft þegar ég er í ráðgjöf eða að kenna þá finn ég að hugtakið markaðsmál er á reiki hjá mörgum. Það er ósköp skiljanlegt. Við markaðsfólkið erum svolítið eins og iðnaðarmennirnir og erum ekkert dugleg að markaðssetja okkur sjálf.

Þessvegna setti ég saman þennan litla glærupakka bara svona til að reyna að ná okkur öllum á sömu blaðsíðu - og að hjálpa að bæta ímynd okkar markaðsfólksins - við erum nefnilega ekki með horn og hala og öll eins og við séum að selja lélega notaða bíla ;)