Þorirðu að vera bleik(ur)?!

Hefurðu séð nýju bókina mína, Marketing Untangled: The Small Business & Entrepreneur's Map Through the Marketing Jungle? Því verður ekki neitað að hún er bleik :)

Ég var að spjalla við vin minn á Facebook nýlega. Í stað þess að endursegja samtalið, þá ætla ég barasta að pósta því hér:

Vinur minn: "Líst svakalega vel á bókina, kápan alveg SOLID og æsir upp forvitnina í manni. Bara eitt sem kom mér á óvart ... og ég er ennþá að reyna að ná utan um..."

Ég:  "Aha - hvað?"

Vinur minn:  "Kápan er svo rosalega BLEIK á litinn ... var það planið? :) "

Ég: "Óóóóóóóóóóóóóóó já :) "

Vinur minn:  "Ó ... Hélt 'etta væri kannski mistök í prentsmiðjunni... djóóóóóók :) "

Ég:  "Eins og ég - big, bold and unapologetic ;)  "

Vinur minn:  "Samfella í öllum skilaboðum frá þér. Þóranna ... bleika brandið!"

Ég: "Fer ekki framhjá neinum og fælir frá þá sem myndu aldrei fíla mig hvort eð er og ég nenni ekki að vinna með ;)  "

Vinur minn: "Ha ha ha ... gott að sía það lið út strax á fyrsta degi!"

Ég: "Yep - eitt það dýrmætasta sem ég hef lært í business er að þekkja þá sem eru ekki "good business" og fæla þá strax frá. Það fer svo mikill tími og orka í að tala við þau. "I don't mean to be evil or anything" :)   Nei, en grínlaust, það fer allt of mikill tími í fólk sem ekki er rétt fyrir mann og með því að koma bara með hlutina út strax þá sparar maður öllum tíma og hausverk :)  "

Vinur minn: "Ég er alveg sammála þér."

Ég:
"Ehaggi ... þetta er tricky og eitthvað sem er bara hægt að læra - maður getur ekkert séð þetta nógu vel fyrir."

Vinur minn: "Ég er að læra að þekkja merkin á svona "tirekickers"... sumir gefa frá sér svona "ætli ég þurfi ekki að skoða þessi mál eitthvað" vibe... það vekur ekki upp tiltrú að viðkomandi setji sig í gírinn og komi einhverju markvissu í verk."

Ég: "Ég þoli einmitt ekki "tire kickers"."

Þó að margir séu ekki tilbúnir að segja það upphátt, þá eru margir sem skilja nákvæmlega hvað við eigum við í þessu samtali. Ég er mjög oft spurð af hverju ég valdi þennan sterka bleika lit, og hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að það fæli fólk frá - og jafnvel hvort ég hafi ekki áhyggjur af því að hann verði til þess að karlmenn vilji ekki eiga viðskipti við mig. Mitt svar er einfalt: Ef bleiki liturinn er vandamál fyrir fólk þá kem ég til með að vera vandamál fyrir fólk. Því fólki á ég eftir að finnast ég of "in your face", of orkumikil og of lífleg. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan lit er sú að hann er algjörlega táknrænn fyrir mig og gefur frá sér réttu merkin til fólks þannig að það fær strax á tilfinninguna hvernig ég er.

Hver ert þú og hvernig kemur þú því til skila til umheimsins þannig að þú laðir að þér fólkið sem þú vilt eiga viðskipti við og látir hina vita bara strax að þið passið ekki saman - og sparar þér og þeim þannig tíma? :)

Mig langar að kenna heiminum markaðssetningu ;)



Það er alveg að koma að þeim árstíma sem ég verð að fara að sjá eina af uppáhalds auglýsingunum mínum - þú manst eftir henni ;)   Kók auglýsingin þar sem þau standa öll á hæðinni og syngja um hvernig þau vilja kenna heiminum að syngja "in perfect harmony" :)  Ég elska þessa auglýsingu. Það koma ekki jólin fyrr en ég er búin að sjá hana :)

Ég er söngkona (jahá, þú vissir það ekki, er það? Hver veit, kannski leyfi ég þér einhvern tímann að heyra í mér ha ha ha :)   ... en mig langar ekkert að kenna heiminum að syngja. Það er fullt af góðu fólki út um allt að gera það. Mig langar hinsvegar að kenna heiminum markaðsfræðin. Sérstaklega þeim sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem fyrirtækið er ekki bara fyrirtæki heldur stór partur af lífinu og tilverunni. Mig langar að kenna þeim markaðsfræðin sem stofna fyrirtæki af því að þá dreymir stóra drauma. Hverjir sem þessir draumar eru. Fyrir suma snýst þetta um frelsi, um að vera sinn eigin herra, að hjálpa fólki, og fyrir suma fyrst og fremst um peninga - það er svo margt sem liggur að baki. En það er semsagt það sem ég brenn fyrir. Mig langar að hjálpa til við að byggja upp fyrirtæki sem fólk elskar - sem fólk elskar að eiga viðskipti við en ekki síður fyrirtæki sem eigendurnir elska að reka. Syndin er að allt allt of mörg frábær fyrirtæki deyja vegna þess að það skortir þekkingu á markaðsmálunum. Og það viljum við ekki!

Markaðsmálin eru hinsvegar orðinn þokkalegur frumskógur! Ég er markaðsnörd. Ég nördast í markaðsmálunum allan daginn og ég verð m.a.s. stundum ringluð. Eftir að í bættist netið, samfélagsmiðlarnir, snjallsímar o.s.frv. o.s.frv. - eru möguleikarnir endalausir, tækifærin endalaus, og endalausir hlutir sem hægt er að klúðra. Svo ég tók mig til og skrifaði bók! Er það ekki það sem maður gerir þegar mann langar að kenna einhverjum eitthvað? ;)

Ég vona að þessi bók gefi þeim sem ekki eru sérfræðingar í markaðsmálunum góðan grunn sem þeir geta byggt markaðsstarfið á og hjálpi fólki að átta sig á þessu öllu saman. Það virðist bara hafa tekist nokkuð vel - ég hef a.m.k. fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim sem hafa fengið að lesa bókina nú þegar og þú getur séð ummæli frá sumum þeirra hér (þar sem þú getur líka náð þér í sýnishorn úr bókinni ;)  http://thoranna.is/marketinguntangledfree/

Í bókinni er farið yfir þau fimm atriði sem liggja til grundvallar öflugu markaðsstarfi: markhópana, samkeppnina, brandið, markaðssamskipti (aðgerðirnar) og markaðskerfið. Svo er planið að kafa dýpra í hvert og eitt þessara fimm atriða í bókum sem koma út í framhaldinu og gefa þér þannig allt sem þú þarft til að taka þetta markaðsdót allt saman í nefið! :)

Ég vona að þú grípir þér eintak af sýnishorninu. Um leið og bókin kemur út þá læt ég þig vita og þá gætirðu nælt þér í hana frítt fyrstu dagana eftir að hún kemur út á Amazon. Gríptu sýnishornið, og fylgstu svo vel með tölvupóstinum þínum til að grípa frítt eintak! Ekkert nema gróði! ;)

Já og þeir sem næla sér í sýnishorn eru svo velkomnir í Marketing Untangled Series hópinn á Facebook þar sem við ræðum markaðsmálin. Ég kíki reglulega inn og tek þátt í umræðum og svara spurningum. Endilega komdu og vertu með!

Jæja - eigum við ekki að fara að rokka þessi markaðsmál?!

xo

Þóranna

p.s. hér er hlekkurinn aftur, bara svona til öryggis ;)  http://thoranna.is/marketinguntangledfree/



Branding I: Hvað er brandið þitt?


Alveg sama hvað þú gerir eða gerir ekki í markaðsmálunum, hvort sem þér líkar það betur eða verr, hvort sem þú áttar þig á því eða ekki, og hvort sem þú tekur meðvitaðar ákvarðanir um að skapa það og stýra því eða ekki - þú ert alltaf með brand.

Ef þú ert ekki með á hreinu hvað brand er, þá er gott að smella hér og tjékka á því, en í grundvallaratriðum er brand það sem kemur upp í huga fólks og þær tilfinningar sem vakna þegar það sér eða heyrir af einhverju, hvort sem það er fyrirtæki, vara, þjónusta eða persóna. Brand er alltaf til staðar, vegna þess að bara að nefna eitthvað einu orði mun alltaf kveikja einhverjar hugsanir og tilfinniningar, alveg sama hversu lítið eða mikið fólk veit um það.

Spáðu í það. M.a.s. bara að heyra eitthvað nafn kveikir strax eitthvað. Nafn sem jafnvel er bara þrír stafir. Hver hefur ekki einhvern tímann sagt, eða heyrt einhvern segja, "Hann bara lítur ekki út eins og Jói" eða, "Jófríður - það hljómar eins og gömul kona!". Jafnvel abstrakt orð kveikja hugsanir og tilfinningar. Þó það séu bara hljóð sem hafa enga vitræna þýðingu eins og hljóðlíkingarorð. Þau vekja samt hugsanir og tilfinningar. Þess vegna er alveg sama hversu mikið eða lítið fólk veit, sér eða heyrir af fyrirtækinu þínu, vöru, þjónustu eða bara þér sjálfri/sjálfum, það kvikna alltaf einhverjar hugsanir og tilfinningar.

Ætlarðu að treysta bara á guð og lukkuna?


Spurningin er þá: Ætlar þú bara að krossleggja fingurnar og vona að brandið sem vaknar hjá fólki sé brand sem að hjálpi þér og verði til þess að þau kaupi af þér? Eða viltu taka stjórnina og gera allt sem í þínu valdi stendur til að tryggja að brandið fái þau til að vilja kaupa af þér - og bara þér - og byggi þannig upp viðskiptatryggð sem verður til þess að viðskiptavinirnir fari ekki annað?

Hvað er brandið ÞITT?


Veistu hvert brandið þitt er?

Hvað er brand?



Oft þegar ég ræði við frumkvöðla og eigendur lítilla fyrirtækja verð ég vör við að hugtakið "brand" er svolítið á reiki. Það er sosum alls ekkert skrýtið. Þetta er einn af þessum hlutum sem markaðssérfræðingum hefur tekist að gera leyndardóms- og dularfullt með því að nota allskonar skrýtin orð og tala í hringi og rukka svo grilljónir fyrir þróun brand stefnu, uppbyggingu brandsins (helst með rándýrum auglýsingum), hönnun á brandútliti og allskonar svona fínerí. "Brand" er líka eitt af þessum hlutum sem við tengjum jafnan við stórfyrirtæki eins og Nike, Apple og Google en finnst kannski ekki eiga við okkur sem erum smærri í sniðum.

Ég ætla að ljóstra upp um hernaðarleyndarmál og segja þér að brand er ekki bara eitthvað fyrir stór fyrirtæki, heldur er sterkt brand það öflugasta markaðstól sem þú getur byggt upp fyrir fyrirtækið þitt, af hvaða stærð og gerð sem það er. Seth Godin gekk m.a.s. svo langt að segja að fyrirtæki sem byggir brandið sitt rétt upp þurfi ekki að eyða meiru fé í markaðsstarfið!

Hvað er brand?


Allt í lagi - en hvað er þá þetta "brand"?