Komdu þér að efninu! ;)



Markaðsstarf er að breytast. Það hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu 10-20 árum.  Með tilkomu internetsins, samfélagsmiðla, snjallsíma o.fl. snýst markaðsstarf sífellt minna um einhliða útsendingar á kynningar efni og meira um að draga fólk til sín.

Markaðsstarf snýst minna um að grípa fólk en meira um að vera til staðar og vera á réttum stað þegar fólk leitar eftir einhverju sem tengist því sem þú hefur að bjóða.

Markaðsstarf snýst minna um að ýta hlutum upp á fólk og meira um að laða fólk að sér.

Á ensku er gjarnan talað um að við séum að færast frá outbound marketing yfir í inbound marketing.

Hluti af því að laða að sér fólk er að búa til efni og miðla því til fólks - líkt og ég er að gera með þessum bloggpósti og líkt og ég hef gert með vídeóunum mínum, því sem ég deili á samfélagsmiðlunum o.s.frv. Efninu er ætlað að draga fólk að og byggja upp samband við það - því eins og ég hef svo oft talað um áður, þá snýst markaðssetning um að byggja upp samband - samband sem leiðir m.a. til viðskipta fyrir þig.

Þetta má kalla efnismarkaðssetningu, eða á ensku content marketing.

Lítið leynivopn ;)

Ég veit um lítið leynivopn sem er einfalt og kostar ekki neitt, 
en getur gert eitt og annað fyrir mann. 
Viltu vita hvað það er? 






Ertu á kortinu hjá Google? - Google Places

Það er frítt að skrá sig á Google Places og vera þar með á lista hjá Google og vera á Google Maps.
Fáðu að vita meira í þessu vídeói :)



ATH að ýmislegt hefur breyst síðan þetta vídeó var gert - skoðaðu Google My Business ;) 



Ertu á kortinu hjá Google?

Vertu skráður á Google Places - það er frítt og hjálpar til. Fáðu að vita meira :)



Athugaðu að ýmislegt hefur breyst síðan þetta vídeó var gert. Skoðaðu Google My Business ;)