Viðtal um MáM í Gullegginu á frumkvodlar.is

Ég mæli eindregið með því að þið fylgist með vefsíðunni frumkvodlar.is sem haldið er úti af Hauki Guðjónssyni, frumkvöðlareynslubolta og ljúfum dreng :)

Hér tekur Haukur viðtal við yours truly um MáM kerfið, en viðskiptaáætlunin fyrir það er í topp 10 úrslitahópnum í Gullegginu hjá Innovit.

http://www.frumkvodlar.is/markadsmal-a-mannamali-i-topp-10-i-gullegginu/


Svo munið þið að þið getið fylgst með á:

thoranna.is
facebook.com/thoranna.is
twitter.com/thoranna

Strax í dag!

Strax í dag!

Þolinmæði. Hmmmmmmmmm ekki minn besti kostur. Ég held að það sé óhætt að segja að ég sé óþolinmóð manneskja að upplagi. Hjá mér verður allt að gerast strax, og helst í gær. Ég hef hinsvegar lært að góðir hlutir gerast hægt og það þarf að taka sér tíma í þá.

Ég fæ iðulega inn til mín fólk sem vill fá aðstoð með markaðsmálin og segir að það þurfi að markaðssetja eitthvað sem er að gerast eftir mánuð, eða jafnvel viku. Ótrúlega margir höfðu samband við mig um og uppúr miðjum nóvember vegna markaðssetningar fyrir jólin.

Þetta virkar einfaldlega ekki svona.